Ljósin slokkna í Kópavogi myrkur kóronaveirian hefur tekið yfir.

Í gær kl um 22 fór rafmagnið af austurhluta Kópavogs. Ég sat fyrir framan tölvuna mína algert myrkur, engin aðdragandi, lög blindur, kóronaveiran hefur tekið yfir, suss og svei, þetta var óþægileg tilfinning. Ég vissi svo sem hvar vasaljós voru og þreyfaði mig áfram en það var algert myrkur svo ég hef aldrei verið öðru eins myrkri, þetta var engin vafi hvað var að gerast, enda lok, aldrei fengið svona tilfinningu.

Í gamla daga varð aldrei svona myrkur, það varð nokkur aðdragandi að því ef olíulampinn varð tómur. Oft var tunglskin, sem lítð er af í þéttbýli og ef ekki er tunglskin þá er alla vega vindur eða hríð. Nú var allt skyndilega dautt og ekkert útvarp, engin fyrirhyggja með það, já og hvar er forsetinn, lætur hann ekkert heyra í sér hann gæti alla vega keyrt um  á pallbíl með hátalara og kallað út hvað hann vildi gera, alla vega að maður ætti að halda sér í jafnvægi. Ekkert af þessu gerðis. Þetta var ónota tilfinning og bjargarleysi sem maður upplyfði satt að segja, hvað með gamlafólkið á elliheimilunum. Hrynur það ekki bara í gólfið og mjaðmargrindarbrotnar. Hreyfiskynjaranrir koma nú að litlum notum sem starfsfólkið notar til að fylgjast með ferðum þess, óvirkir.

Skrýtið að maður sem er uppalinn við aðstæður þar sem hugmyndafræðin var sú að ekkert gæti grandað aðstæðum svo framarlega sem hey væri í hlöðum og vatnið í bæinn ekki frosið.Saltket og súrmeti í stórum tunnum og nógar kartöflur og mjólk úr kúnum. Allir á bænum kunna að mjólka. Svo hringdi ég í bróður minn í Grindavík að fá fréttir úr Kópavogi. Þá tók ekki betra við. Jarðskjálftar að angra Grindvíkinga, fólk sí og æ, ef rennslið kemst fram hjá Lágafelli fer Grindavík í kaf hvað er maður að gera á svona landi. Strandaheiði að hækka og alstaðar landris. Lóan að krókna á Hornafirði. Er nokkuð annað í myndinni en ESB og hús á Spáni.  Hafa það eins og Nói fá sér skip? Er það ekki málið.

Ég var óánægður með að hafa ekki batterísútvarp þá hefði maður geta hlustað á lög ungafólksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband