Stjórnvöld á réttu róli eftir all mikla gagnrýni

Stjórnvöld eru á réttu róli eftir mikla grýni á verklagi  og ónógri aðgæslu varðandi það ástand sem nú hefur skapast í landi okkar. Ráðist er í hverja aðgerðina á fætur annari til umbóta.

Það var lærdómsríkt að sjá sýnikennslu í sjónvarpinu á því hvernig á að þvo hendur sínar til að það virkaði og þær væru vel sótthreinsaðar efti handþvott. Þá hverfur hugurinn að almennum þrifnaði sem er ef til vill er ónógur þó engar almennar rannsókinr séu til um það. Að vísu setti Halldór Kiljan fram einhvern texta hér í den um málefnið sem ég hef ekki við hendina.

Í landbúnaði er aðeins í fjósum og mjólkurhúsum kúabúa handlaugar til að þvo sér. Í fjárhúsum er það held ég undantekning að handlaugar séu til staðar. Bændur hjálpa ám við burð og þurfa oft að krækja fyrir löpp eða haus svo ærin geti fætt lambið. Sjaldnast  þvegið sér á eftir, látið duga að þurka sér á heyi.

Mikilsvert er að gera meira en minna í sóttvörnum við þessar aðstæður sem við eru kominn í og gætu orði langar og þurfa mikið úthald.

Það að taka hótel á leigu fyrir fólk sem er ekki með fasta búsetu  og ferðamenn sem þarf að einangra er skynsamleg ráðstöfun.

Þessi veiki ætti að varpa ljósi á að nauðsynlegt er að koma í veg fyrir að búfjárhald Íslendinga verði fyrir rothöggi  og um margt varpar ljósi á hvernig einangrunin hefur á vissan hátt verndað okkur, þó hún geti líka virkað í hina áttina að við höfum ef til vill minna mótefni fyrir vikið. Sjálfur er viss um að ég sé mjög eitraður eftir að hafa alist upp í torfbæ og sennilega eini Íslendingur sem hefur flutt úr bragga í torfbæ, þannig að ég er baneitraður.

Undarlegt er að handþvottur sé ekki kenndur í heilsufræði grunnskóla.

Í fiskvinnslu og iðnaði spá ég að ástandi sé betra.

Handrið í fjölbýlishúsum eru eitraða peðið og hér í mínu fjölbýli voru það konur sem vöktu athygli á því að það þyrfti að sótthreinsa þau í einhverri vorhreingerningunni. Svona geta verið gildrur um allt þjóðfélgið. En svo þegar þekkingin á sóttvörnum eflist, getur þjóðin litið glöð framm á veginn.

Þegar Sigurður hestamaður frá Brún í Svartárdal gekk frá Akureyri til Reykjavíkur til að fara í Kennaraskólann, tók hann eftir því á leið sinni að víða gekk fólk úr vegi hans og vildi ekkert við hann tala og þó var hann af Guðlaugsstaðaættinni, því mikla kjaftakyni. Hann skildi  ekkert í því. Hann fór svo að hugleiða að spánskaveikinn grasseraði og það var ástæðan fyrir þessu hátterni fólks.

Heimild: Einn á ferð og oftast ríðandi, ævisaga.


mbl.is Kostar á annað hundrað milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband