Atlandshafið að breytast í djúplægðabæli og hæð yfir Grænlandshafi til í smá dans

Við þekkjum það að lægðir sem koma upp að landinu sleikja Reykjanesskaga og eru ekkert ógurlega djúpar. Fara svo með suðurströndinni, kíkja stundum inn á hálendið fara svo austur fyrir land og deyja þar eða minnka kraftinn.

Nú virðist þetta að vera breytast. Lægðirnar grafa sig niður á miðju Atlandshafi dýpka hratt og hreyfa sig meir að Bretlandseyjum í fyrstu. Igildi, fellibyls fara þar á land. Afgangurinn klofnar frá aðallægðinni og heldur norður á bóginn og hittir þar kunningja sinn kyrrstaða hæð fyrir norðan land sem bíður þar eins og þýskur kafbátur til að gera usla. Lægðin er þá komin austur fyrir land og saman vinna þessi tvö veðrakerfi að gera landsmönnum lífið leitt.

Þetta er munstur sem mér finnst hafa verið að festa sig í sessi. Af hverju hef ég ekki kunnáttu til að segja um? Grunar þó að á Atlandshafi sé mikið af hlýju lofti sem er gott fóður fyrir lægðir að dafna í og Grænlandsjökull enn á sínum stað og leggur til kuldan úr norðri.

Nú verða menn að fara að vara sig bæði í dreifbýli og þéttbýli og þá er það aðalega búsmali og gömul hús sem eru orðin léleg sem eru í hættu. Saumur á þökum orðin laus. Sperruendar fúnir svo þök sviptast af í heilu lagi og mannskapurinn fýkur og er orðin láréttu á snöggu augabragði. Í þéttbýli eru náttúrlega allir lausamunir sem þarf að fest sérstakleg á byggingasvæðum og leggja bílum ekki þétt og svo auðvita allur báta og skipaflotinn í uppnámi.

Menn kunna þetta svo sem en allur er varinn góður og menn hlaupa ekki að verkefnunum þegar allt er komið í óefni.


mbl.is Óvissustigi almannavarna lýst yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband