Nú er spáð vondu veðri og því forvitnilegt hvort bændur komi sínum hrossum inn í hús eða í skjól við peningshús. Vitað er um töluvert pláss að ræða, sem hefur myndast í gömlum heyhlöðum og votheysgryfjum eftir að rúllubaggatæknin var tekin í notkun víða í sveitum og rúllur geymdar úti. Eins eru aflögð fjárhús oft til taks. Hættan þar er sú að þök á slíkum húsum geta rifnað af í heilulagi því sperruendar eru oft orðnir fúnir við vegginn.
Bændur hafa komist frá því að verða lögsóttir fyrir það ástand sem skapaðist í hrossagreinini í síðasta hríðarkasti og var Matvælastofnun eitthvað að fjalla um það að ekki væri hægt að koma auga á það að þarna væri um hanndvömm eða hirðuleysi að bænda kenna, eins og ég skildi málið. Matvælastofnun blessaði svo yfir málið.
Bændur er liðlegir í því að snúa á yfirvöld. T.D komust þeir vel út úr rolludauðanum hér um árið og voru búnir að koma því inn hjá stjórnvöldum að þetta væri veiki og fá dýralækna til að trúa þessu að mestu þar til mál voru rannsökuð vísindalega og niðurstaðan var að þetta var hvorki veiki eða smitandi sjúkdómur. En vissulega var þetta veiki, svokölluð máttleysisveiki sem hefur oft verið að hrella bændur á vorinn.
Ég var allatíð viss um að þarna væri ekki allt með felldu. Víða þar sem maður fór um, leit fé illa út. Rúllur voru settar í hringlaga grindur þar sem komust ef til vill 15-20 ær á garða sem gerði það að verkum að féið misgekkst og ef ær komast ekki óhindrað í fóður þá eru þær fljótar að missa hold.
Hér í eina tíð man ég eftir bónda sem setti oft margt á svo þröngt var í húsum en bóndi hafði nóg hey. Þegar bóndi var búinn að gefa svo sem 2 hnepp þá þurfti hann að byrja að smala garðnn og reka ærnar úr flekknum og niður í kró. Voru ærnar sérlega lunknar að stökkva upp á bakið á vinkonum sínu og upp í garða. Bóndi var alltaf jafn hissa á þessu atferli og skildi það ekki. Hér í gamladaga var féi sem misgekkst hyglað með því að gefa einstklingum extraskammt af rúgdeigi. Voru miklar spekúlasjónir hvað vær hæfilegt. Voru gamlir menn iðnir við þetta og ærnar héldust í holdum.
Hræddur er ég um að lítið sé til af gögnum um holdafar á hrossum heilt yfir einn vetur. Hryssur far að leggja af upp úr áramótum þegar fylið fer að þurfa meiri næringu og þarf extra umhirðu og fóður.
Þessi nýja búgrein að taka blóð úr hryssum til notkunar í lyfjageiranum er umhugsunarverð út frá fóðrun hrossa að vetri til. Það þarf nú eitthvað til að standa undir ca 20 lítra pr hryssu blóðtöku yfir sumarið og meta það þegar hugað er að haust og vetrarútigangi stóðmera. Ég er ekki viss um að menn séu búnir að átta sig nægilega vel á þessu og hvaða extra ráðstafanir þarf að gera til að mæta blóðtökunni. Það er eðlilegt að bændur nýti sér þetta til að auka arðsemi af hrossum, því hun er nú fátækleg af stóðbúskap og vetrarharki.
Ég man eftir einum bónda sem útbjó sér skjól fyrir hross. Það var svona langur skápur, festu niður í jörð með staurum sem hross gátu stungið inn hausnum og étið í friði. Svo var skápurinn fylltur og engin hætt á að heyið fyki út í veður og vind sem alltaf er hætta, þegar gefið er úti.
Djúp og víðáttumikil lægð á leiðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.1.2020 | 09:45 (breytt kl. 10:53) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 573267
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.