Vetrarvertíðin 1966 var ég á Lofti Baldvinssyni. Gunnar var þá skipstjóri. Ég stóð oftast vaktina á útstíminu með honum og hrútarnir sváfu. Við lögðum alltaf út af Jökli.
Svo þegar á leið komu Grinvíkingar þarn á miðin og allt gekk vel þar var bróðir minn Arnbjörn Gunnarsson í hópi vaskra drengja.
Gunnar var reglusamur með það að ef hann lenti í því að leggja yfir trossu eða annar lagði óvart yfir hans trossu þá var skorið í sundur en vel gengið frá svo hver fengi sitt. Hann dróg oft í vitlausu veðri, en hafði þó gott auga fyrir öryggi áhafnar.
Ég hef stundum vitnað í hans athafnir þegar rætt var um brottkast. Hann hafði krókstjaka og notaði hann til að elta fisk ef eitthvað slapp úr neti við uppdráttin aftur á bátadekk, eins og þetta væri síðasti fiskurinn í hafinu. Hann gekk þokkalega um auðlindina. Að vísu var þetta nú ekki allt lifandi í netunum og sumt ekki nógu gott til vinnslu.
Einu sinni vorum við á útstími og karlinn ætlaði að leggja sig og sagði mér að vera á útkíkki og,, passaðu ratarinn vel Þorsteinn minn,,. Svo þegar við vorum einhverstaðar nálagt Löngufjörum fannst mér báturinn vera kominn ansi nálægt landi, en skipstjórinn hafð sett út stefnuna, en þá hafði komið óvæntur hliðarvindur, svo það var töluverð drift. Jæja ég fann nú til ábyrgðar og ekki færi ég nú að farga skipinu upp í fjöru með manni og mús og vakti kallinn og sagði hvort væri ekki gott að breyta stefnunni bátinn bæri hratt að landi,, jú jú Þorsteinn minn auðvitað breytum við´´ og lagði sig svo aftur. Hann var svo útsofinn þegar komið var á miðinn og gat atast um allt að leita að sínum trossum, en ég lagði mig undir borði í messanum og hvíldi míg þar.
Í Áhöfninni voru Strandamenn sumir frændur mínir og var þokkalegur andi á skipinu.
Þetta var voðaleg dorra. Bara landað og svo út aftur, varla hvíld á milli. Áhuginn var svo mikill og góðar gæftir og öflugt skip.
Eitt sinn heimtuðum við að fá að fara á dansleik í Þórskaffi því sumir voru graðari en aðrir eins og gengur og það fékkst með skilyrðum. Þeim að við yrðum að vera komnir út í bíla áður en síðasti dansinn yrði leikinn annar yrði sá skilinn eftir sem ekki mætti. Við hlýddum þessum auðvitað. Hann hræddur um að missa okkur út um borg og bý eins og hanahjörð. Svo stóð hann á tröppunum og rak á eftir okkur. Þau hefðu átt vel saman hann og Steinunn Ingimundardóttir skólastýra á Varmalandi. Jesús Pétur.
Ég held að við höfum verið nokkuð ofarlega í aflatölum, en nú man ég ekkert hvað hluturinn var og finnst það skítt og var alltaf blánkur, enda notaði maður bæði tóbak og vín auk þess að reka einhverja fólsvagen tík. Þetta var djöfulls þrældómur en strákarnir voru mér velviljaðir ég var freka óvanur þó hafði ég verið á sjó en ekki á netaveiðum. Mér var alltaf svo kalt á höndum að ég gat ekki greitt úr og 1. stýimaðu setti mig á spilið og þá gat ég búið mig vel til handanna.
Mér líkaði ágætlega við Gunnar en hann var ansi harðdrægur til vinnunnar. Lýkur svo hér að segja frá þessari vetrarvertið ´66, hún var ævintýri.
Gunnar heiðraður á Fiskideginum mikla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 13.8.2019 | 20:16 (breytt 27.9.2022 kl. 12:50) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 3
- Sl. sólarhring: 342
- Sl. viku: 489
- Frá upphafi: 573826
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 440
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir frásögnina, hún er áhugaverð.
Páll Vilhjálmsson, 15.8.2019 kl. 19:10
Takk fyrir innlitið Páll.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 16.8.2019 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.