Bergið bak við Seljalandsfoss er dauðagildra að mínu mati.

1.  Alllangt er síðan ég hef gengið undir eða á bak við Seljalandsfoss.

Af því að ég hef unnið inn í göngum í Búrfellsvirkjun og kynntist því þar hvernig bormennirnir notuð stangir við að losa lausa steina úr loftinu með sérhönnuðum stöngum, þá varð mér að orði að bak við Seljalandsfossh þyrfti að taka til hendinni. Er það sjáanlegt hverjum þeim sem sjá vill að þar er grjóthrun. Síðan hef ég ekki komið á bak við Seljalandsfoss.

Þar sem ég bar engar skyldur þarna þá kom ég þessu hvergi á framfæri, auk þess að ég vissi ekki við hvern ég ætti að tala og kvarta.

2.  Eilíft deilumál hefur svokallað Látrabjargsmál verið hér á heimilinu. Það spratt út af því að við vorum í skoðunarferð á Látrabjargi og tók ég eftir því að skóreimar voru óreimaðar og óhnýttar á sumum samferðamönnum og langar Auk þess virtist mér sumstaðar vera holbakkar á bjargbrúninn og sá fyrir mér fólk steypa stömpum ef það stígi á óhnýttar skógreimar og holbakka og falla fyrir björg. Gerði ég þessar hugleiðingar mínar uppskáar og fékk bágt fyrir. Málið fekk litlar undirtekktir, væntanlega vegna þess að ég er sífllt sífrandi um hættur og sé hættur við hvert fótmál og í hverju horni. Það er svolítð þreytandi fyrir mig og fjölskyldu mína.

En með þessari frétt get ég losað mig við þetta og kem þessu hér með á fram færi.

3.  Einu sinni varð ég var við að dæla sem blæs upp hoppukastala var staðsett þar sem gestir og gangandi höfðu aðganga að. Var borðleggjandi að óprúttnir eða óvitar gátu slöggt á dælunni. Bara ýta á rofann.

Afleiðingi hefði orðið sú að kastalinn hefði fallið saman og einhvert barn hefði getað kafnað, jafn vel mörg. Eitthvað kom ég þessu máli á framfæri við Vinnueftirlitið, en þá var farið að tala um að ekki væri klárt hver hefði ábyrgð á málinu, sveitarfélagið eða sá sem átti hoppukastalan. Og þar við sat.


mbl.is Þarf að rannsaka betur fjölsótta staði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband