Mikið er hægt að gera varðandi skógarækt á Íslandi til að mæta því sem menn kalla loftlagsvá en er í raun aukið efnimagn til vaxtar skógi og garðyrkjubændur dæla inn í gróðurhúsin til aukins vaxtar grænmetis. En sauðfjárræktina þarf eitthvað að skipulegga betur með tilliti til fornar hátta í beitarmenningu.
Það er gaman að velta fyrir sér hve blaðvöxtur trjátegunda er misjafn eftir tegundum og aðgengi þeirra að frjósömum jarðvegi og nógum raka. Maður hefur séð alaskaösp á skurðbökkum sterkgræna á meðan annarstaðar er getur hún verið rytjuleg og gert lítið gagn að sjá og tegundir eru mis hæfar til koldíoxíðsnáms Co2. en það er mikilvægt vaxtarefni fyrir plöntur og með tilllífun blaðgrænunnar skilar plantan súrefni O2 frá sér sem við öll þörfnumst.
Nú,nú deilur Halldórs Pálssonar sauðfjárræktarráðunautar og fv búnaðarmálastjóra og Hákonar Guðmundssonar skógræktarstjór settu svip á umræðu varðandi skógrækt og forgangs sauðkindarinnar til landsins á fyrrihluta og um miðbik síðust aldar Enda var Halldór háværi í sínum áróðri með sauðkindinni og nýútskrifaður doktor varðandi vöxt og auknar kynbætur til að laga vaxtarlag íslensks sauðfjár. Á hinum endanum var svo doktor Stefán Aðalsteinssson og deilt var um háfætt og lágfætt sauðfé, báðir háværi, en skógræktarstjóri heldur lágstemdari og því er líktlegt að aukin skógrækt hafi liðið fyrir ásókn sauðfjár til landsins og áróðri til handa sauðkindinni. Við lá að bændur gætu flogist á út af þessum mismunandi stefnum og áherslum slíkur var hitinn.
Menn trúðu svo á Halldór að það var furðulegt. Einu sinni jarmaði kindi í Auðkúlurétt, hún er frá Guðlaugstöðum þessi sagði kallinn og menn gláptu upp í loftið. Svo bætti hann við sauðfjáræktin er jafn örugg og að eiga Wisky. Hún heldur alltaf gildi sínu. Auðvitað þekkti Halldór Guðlaugstaðamarkið og hafði gjóað augum að kindinn um leið og hún jarmaði.. Var sjálfur með það markið í farteskinu.
Það er til að mynda furðulegt að á köldum svæðum sé ekki búið að lögfesta í jarðræktarlögum að íbúar rækti skóg til að kynda upp hjá sér. Fermingarbróðir minn sem bjó með fé, fargaði því og hóf skógrækt. Hann notaði afskurðinn og grisjunina til að hita upp hús sitt í sænkri kamínu. og raforkueikningurinn lækkaði um helming. Skógur þessi þýtur upp í loftið og geta menn barið hann augum í Langadal þar sem heitir á Hamri. Sumir segja hvað á þá að gera við kolefnisporið sem af kyndingunni hlýst. Þá segi ég, skógurinn jafnar það út með heildarvexti sínum.
Nú hafa þurrkar sett strik í reikninginn á Norðurlandi þar sem land er orðið mjög þurrt nema mýrarnar sem alltaf standa fyrir sínu, en á Suðurlandi er allt á grænu spani.
Þetta var það sem ég vildi sagt hafa við þennan atburð um aukið fjármagn til skógræktar kemur.
P.S. Svo ætti að skipuleggja Vormenn Íslands þ.e. ungafólkið sem hangir í þéttbýli yfir arfa og kantskurði á umferðaeyjum og fá það til að taka þátt í þessu átaki.
Vera í hvítum tjöldum og vinna að þessum umbótaverki eins og þeir sem muna vegagerðina og brúarsmíðina hér fyrr á dögum. Mokuðu grús og hengu á stillönsum með jökulfljótin gjálpandi undir sér.
Tvöfalda landgræðslu og skógrækt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 2.7.2019 | 16:07 (breytt 15.4.2024 kl. 15:59) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 8
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 1391
- Frá upphafi: 566775
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1242
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.