Ráðamenn halda að þeir séu sniðugir á 75 ára lýðveldisafmælinu, kaka eða stjórnarskrá?

Samtíðin getur verið ögn sniðug. Nú er aðalmálið að baka svokallaða lýðveldisköku á 75 ára afmæli lýðveldisins. Þetta er skemmtilegt og allir upptekknir í andránni hvort maður nái því að fá kökubita. 75m á höfuðborgarsvæðinu og 75m í dreyfbýli þar sem eru bakarí. Rjómapönnukökur í sveitinni

imagesUss ekki láta sér detta í hug að hugsa um meginlögin, stjórnarskrána. Þá er hætt við að almenningur fari að velta hvernig gæðum lífsins sé skipt. Svo sem sjávarkvóta, Landbúnaðrkvóta, hvernig auðæfi safnist smátt og smátt og smátt á fárra hendur til hagræðingar og kvóti slitinn af bújörðum og færður á aðrar og gamla höfuðbólið skilið eftir með fallnar girðingar og tún í sinu. Hugmyndafræðin er að allir gleymi stjórnarskránni en úði í sig köku í staðinn.

Eitt það fallegasta við 17. júni er þegar menn og konur trúlofa sig á deginnum og að sjá nýstúdenta með hvítu húfurnar það var stæll á því. Ég átti einn fermingarbróðir úr sveitinni og hann fór í kaupstaðinn og trúlofaði sig kærustunni sinni. Þau bösluðu svo við  búskap á Kristfjárjörð sem svo var kölluð, vegna þess að einhver sjóður ætlaður fátækum til framfærslu átti jörðina. Að lokum fylltu þau jörðina af trjám. Það kemur sér vel núna og ekki var til einskis barist.

Ég eignaðist kærustu sem skartaði hvítri húfu á 17 júni. Það var gaman.

En hvað hefði verið viðeigandi að gera á 17 júni af þjóðinni?  Auðvitað hefðu stjórnvöld átt að hafa þar forustu um.

islenski_faninn_1Skunda á Þingvöll og setja landslýð nýja stjórnarskrá, en ekki að styðjast ævinlega við bráðabirgðastjórnarskrá afhenta af kónginum sem má sjá niður við stjórnarráð þar sem kóngurinn er með útrétta hendina með stjórnarskrá í greipinni.

Það var kenndur söngur þar sem ég gekk í farskóla. Það var stemming yfir því þegar kennarinn Hulda Pálsdóttir á Höllustöðum, þandi harmoníið og hóf sönginn,, Rís þú unga Íslandsmerki, upp með þúsund radda brag´´. Og allir sungu með bæði laglausir og þeir sem eitthvað gátu sungið. Þessa stemmingu hefði ríkisstjórnin átta að standa fyrir en ekki að fara minna okkur á skiptingu þjóðarkökunnar í sömu andránni og lagt er til að öryrkjar séu skertir um, hvað var það aftur mikið, 8 milljarðar.


mbl.is Mikið um að vera í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Íslensk stjórnvöld hafa trauðla nokkru sinni verið meira aumkunnarverð. Örstutt frá frá því við fengum algert sjalfstæði og nú keppist hver andskotans kverúlantinn á fætur öðrum við að afmá það, sem tók hartnær þúsund ár að ná. Hvurslags gerjun á sér stað í hausnum á svona bjálfum, skilur meginþorri landsmanna illa. 

 Ef þessi fífl halda að 75 metra terta , sem 0,00001% þjóðarinnar  slafraði í sig í gær, gangi í augun á fólki, er augljóst hvursu langt utan seilingar stjórnvaldið er komið frá atvinnurekendum sínum. Kexruglað embættismannakerfi andskotans er að leggjast eins og krossfiskaplága yfir hafsbotn Lýðveldisins Íslands! 

 Öllum meðulum ætti að beita til vönunar og upprætingar þess ógeðslega viðbjóðs.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 18.6.2019 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband