Vandasamt að hafa yfirsýn yfir alla hæðarpunkta og kraðak af byggingarleyfum og skjölum í Reykjavík

Það eru mörg skjölin sem þarf að lesa hjá byggingarfulltrúanum í Reykjavík og ekki fljót séð hver á að lesa þau. Svo eru það þessir hæðarpunktar. Hvað ætli almenningur hafi vit á þeim nema þegar húsin voru orðin of há eins og gerðist í Skuggahverfi og innsiglingavitinn í Sjómannaskólanum sást ekki af sjó?

Nú er kominn glæsilegur innsiglingaviti á ströndinni og Einar Benediktsson orðin vitavörður. Þannig að þar virðist allt í lagi. En í Blesugrófinni getur nú allt orkað tvímælis og lengi óljóst hvort maður væri niður í malargryfju eða upp á hól. Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að taka punkta við slíkar aðstæður.

IMG_2260En í Laugarnesinu þarf lítið að taka hæðarpunkta og tæplega að gefa þar út byggingarleyfi, Því þar er klöpp. Þar er frí ríki og lög þar hafa takmarkað gildi. Aðeins þarf einhvern úr Ásatrúarsöfnuðinum til að taka sólarhæðina og hella víni hrært út í tómatssósu og stökkva því á stokka og steina. Þá er allt tekið gilt. Byggingarleyfi geta þess vegna verið höggvin í klöppina eins og í gamladaga og ekki von að Byggingarfulltrúinn í Reykjavík finni þau.


mbl.is Byggingarleyfi fellt úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband