Kerlinga- og glamúr fundir leiðinlegir

Spurningin hvort ekki mætti vera liflegt á svona fundum. Furðulegt að einhverjir með pappaspjald í barminum geti si svona kallað sig lögreglu. Mætti maður þá frekar biðja um pappalöggur Sólveigar Pétursdóttur sem hún stillti upp í vegköntum í gamla daga til sparnaðar og fuku ef hratt var ekið fram hjá. Útkastari er rétta orðið og í raun ekkert að athugunarvert að öryggiss sé gætt, ef uppivöðsluseggri ganga um garða. Ármann bæjarstjóri stóð sig prýðilega fannst mér. Hann var ekkert hræddur að því er virtist og sussaði á menn eins og hann væri á kvöldvöku í héraðsskóla og einhver ætlaði að far með klámvísu, ellegar fara að syngja gangnvísu við messu.

Þessir stjórnmálafundir sem tíðkast eru alveg máttlausar samkomur, kaffi og með því. Venjulega gefið kaffihlé eftir framsögu svo fundurinn deyi drottni sínum í hléi og engin fæst til að vera fyrstur með fyrirspurn.

Einhver höfðingi með framsögu og fyrirspunrinr leyfðar úr sal kurteisar það er stemmingin. Og ef einhver kemst í pontu, þá er honum sagt að tíminn sé útrunnin.

Það er af sú tíð að menn séu púaðir úr ræðustól, ellegar hótað að vera settir í poka og drekkt út á Húnaflóa eins og dæmi er um.


mbl.is „Þetta var óþægilegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband