Vitaskipið m/s Hermóður ferst í aftakaveðri í Reykjanesröst.
Að morgni 18. febrúar 1959 barst sú harmafregn að vitaskipið Hermóður hefði farist í Reykjanesröst undan Höfnum með allri áhöfn. Bróðir minn, Birgir Gunnarsson matsveinn, var einn af áhöfninni. Birgir fæddist 20. Okt. 1938 í Reykjavík . Foreldrar Birgis eru Gunnar Arnbjörnsson frá Hlíðarenda í Borgarnesi og Aðalheiður Magnúsdóttir, dóttir Manga fora=forsöngvara og Karítasar baráttukonu á Ísafirði. Systkini Birgis eru Halldóra sjómannskona f. 33, Kristbjörg ,Bíbí, verslunarkona f. 37 Þorsteinn H. bóndi f.46 og Arnbjörn skipstjóri f.48 Gunnarsbörn. Birgir var 21 árs, maður í blóma lífsins við nám á Akureyri.
Aðstæður í Reykjanesröst aðfarnótt 18 febrúar 1959 voru þessar:
Margir sjómenn þekkja eða kannast við Röstina. Þar eru straumar þungir og óhuggulegir. Aðfarnótt 18. febrúar fór m/s Vatnajökull í gegnum Reykjanesröst. Þar var mágur minn, Haukur Guðmundsson, annar stýrimaður. Eftir þeirri heimild voru við stjórnstörf í brúnni á m/s Vatnajökli um nóttina, skipstjórinn í sjóstakk með annan fótinn út á brúarvæng til að meta brotsjóa, strauma og gefa fyrirskipanir um siglingu skipsins í gegn um Röstina. Fyrsti stýrimaður ásamt háseta voru við stýrið, annar stýrimaður var við radarinn og loftskeytamaður var í varðstöðu í loftskeytaklefanum og vélstjórar við vélar. Allir skipverjar voru í viðbragðsstöðu. Þannig komust þeir yfir Röstina fumlausir, kjarkmiklir og með harðdrægni. Þeir þurftu að dældu olíu í sjóinn. Vatnajökulsmenn heyrðu síðast í Hermóði um fjögur leitið og ráðlögðu þeim að fara ekki í Röstina. Eftir það heyrðist ekkert frá Hermóði. Vafalítið hefur það farist í Röstinni, hugsanlega hefur skipið ofreist sig og hvolft. Brak úr skipinu fannst við Hafnir. Benda upplýsingar, sem ég hef frá kunnugum sem segja mér að flakið af Hermóði sé út á Faxaflóa. Hugsanlega hefur skipið marað í hálfu kafi og hrakist undan veðri þannig þangað og endanleg sokkið þar. Gamall skipverji á Hermóði sem gaf sig á tal við aðra systur mína hafði áhyggjur af ballestinni í skipinu og hélt því fram að þar hefði verið sandur sem ballest og hann hefði rýrnað, en það er svo margt sagt þegar svona atburðir gerast að erfitt er að henda reiður á því.
Vitaskipið Hermóður var fallegt skip. Stílhreint og rennilegt. Það samsvaraði sér vel og var hlutfalla gott. Verkpláss á dekki og allan hringinn var rúmt. Á heildina var Hermóður talið sterkt og gott sjóskip. Hermóður var töluvert minna skip en Vatnajökull og hefur ekki ráðið við aðstæður í þetta sinn.
Minningarathöfn efti 50 ár í Laugarneskirkju
Þegar þessi óskaplegu sjóslys áttu sér stað, Júlí var ný farinn niður á Nýfundalandsmiðum, var þingfundum frestað á Alþingi Íslendinga. Minningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni. Ekki var gætt að því að taka frá sæti fyrir aðstandendur, en fyrirfólk sat fremst í kirkjunni. Og segja systur mínar þær Halldóra Gunnarsdóttir og Kristbjörg Gunnarsdóttir ( Bíbí) að þær hafi kúldrast aftast í kirkjunni við rýr skilyrði. Sat þetta nokkuð í fólki og svo hitt að ég var ekki viðsaddur og hafði aldrei hvatt bróður minn formlega. Var þá brugðið á það ráð að halda sérstaka minningarathöfn 50 árum síðar 18 febr. 2009 að tilhlutan Kristbjargar, sem fór fram í Laugarneskirkju, sem var fermingarkirkja Birgis og var hún óopinber. Minningarorð flutti séra Gunnar Eiríkur Hauksson og stjórnaði athöfn. Hafði presturinn orð á því að hann hefði aldrei verið í svona aðstæðum áður þar sem 50 ár væru liðin þá viðkomandi andaðist. Fór hann yfir æviatriði Birgis og minntist hans. Þórólfur Heiðar Þorsteinsson flutti frásögn eftir mig þar sem sagt var frá því þegar Birgir bjargaði heimasætunni í Laugarnesi, Þuríði Sigurðardóttur, árið 1952 frá drukknun undan Kirkjusandi sem var töluvert afrek af 14 ára pilti. Þar kom kjarkur og snarræði hans vel í ljós og er sú saga kunn. Þessi ástsæla myndlista- og söngkona söng tvö lög við athöfnina og var Ragnar Bjarnason henni til stuðnings og erum við ættingjar Birgis þakklát þeim fyrir það. Organisti var Gunnar Gunnarsson.
Arfleifð Birgis Gunnarsson
Birgir var tvítugur þegar hann fór í þennan afleysingatúr með Hermóði, en hann leysti Sigmund matsvein af, föður Kristins Sigmundssonar ópursöngvara . Birgir var ókvæntur og barnlaus og átti því ekki langa sögu. Söknuður eftir honum endurspeglast ef til vill í því að margt barna var látið heita eftir honum. En þau eru í aldursröð: Birgitta Bragadóttir starfsmaður Alþingis, Birgitta H. Halldórsdóttir bóndi og rithöfundur, Birgitta Hilmarsdóttir Hallvarðssonar, Hallvarður vélstjóri átti syni sem tengdust Landhelgisgæslunni og sjómennsku, Birgir Kristbjörn Hauksson matreiðslumaður og fiskeldisfræðingur, Birgir Gunnarsson skipstjórnarmaður, Birgir Guðmundsson eigandi fisvinnslunnar Sæbjargar og Birgir Örn Harðarson í foreldrahúsum. Ekki verður horft fram hjá því að auðvitað er björgunarafrek Birgis í Laugarnesi á Þuríði Sigurðardóttur hluta af hans sögu. Ég átti þess ekki kost að vera við minningarathöfnina Þá fyrri og hefði af þeim sökum alltaf saknað þess að hafa ekki getað kvatt bróðir minn. Ég var við óvenjulegar aðstæður á þeim tímapunkti og fjarri fjölskyldu minni, sem ég tíunda ekki hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 18.2.2019 | 08:29 | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 606
- Sl. sólarhring: 790
- Sl. viku: 1864
- Frá upphafi: 571170
Annað
- Innlit í dag: 544
- Innlit sl. viku: 1663
- Gestir í dag: 517
- IP-tölur í dag: 506
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað getur maður sagt?
Jú, til allra þeirra sjómanna lifandi og látinna, sem hafa hætt lífi og limum til að gera líf okkar betra hér í landi,
TAKK!
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 18.2.2019 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.