Frábært starfólk á Vífilsstöðum og yfirleitt í heilbrigðiskerfinu. Ofurmannleg verkefni leyst.

Það er nú ekkert spennandi að pína fólk að vera heima í það endalausa. Svo kemur að því að einhver dettur og mjaðmargrindin eða lærleggurinn brotnar og það er mikið mál fyrir gamalt fólk að lenda í slíku því það grær seinna en hjá fólki á góðum aldri.

Best er að komast á dvalarheimili þar sem nokkurt frelsi ríkir og fólk geti komist ferða sinna í heimsókir og félagslíf og sé í mötuneyti og fái reglulega að borða og finni til öryggis um sína hagi.

Þessar eilífar hugmyndir að vera heima eru að verða lúnar og allskonar fólk sem er í störfum hjá gömlu fóki sem engin getur ábyrgst að valdi starfi sínu eru þreytandi, þó þær eigi vissulega rétt á sér á meðan verið er að koma málum í rétt horf.

Skrifar átt þess kost að fylgjast með umönnun dvalargests á Vífilstöðum í sumar sem leið.

Vífilstaðaspítali hefur verið vel við haldið allt hreint og fínt Hann virkar í heilbrigðiskerfinu sem nokkurskonar skiptistöð þar sem fólk dvelur eftir aðgerð eða að það getur ekki verið eitt heima og er að bíða eftir plássi.

Starfsfólkið var alltaf á ferðinni og með auga á hverjum dvalargesti og leysti þarfir þeirra vel og skynsamlega. Skrifari tók t.d. eftir því að ef einhver var að standa upp í almannarými, þá var óðara einhver kominn að líta eftir að viðkomandi færi ekki um koll og meiddi sig. Gamallt fólk  getur nefnilega svimað við það að standa upp og þá þarf einhver að vera tiltækur að aðstoða. Viðmót hlýlegt og manneskjulegt.

Og svo allir upplestrarnir sem fólk nýtur mjög að hlusta á ljóðaupplestur og sögur.

Svo er annað við það að eldra fólk fer að heiman þá losnar íbúðarpláss fyrir aðra. Einn maður í fjölskyldu minni gaukaði því að mér að hann skyldi ekki þessa vöntun á dvalarheimilum fyrir aldraða. Hægur vandi væri að nota það kapital sem væri í eignum aldraðra til að byggja dvalarheimili.

Þannig væru eldri borgaramálin leyst eins og í gamla daga að nokkru. Konur og karlar gerðust próventu-karlar og kerlingar. Próventa er fé sem gefið eða afhent er einhverjum sem tekur að sér að sjá um einhvern í ellinni.


mbl.is Fólk geti búið heima eins lengi og kostur er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband