Bóndi ræðir harðindi á bóndadegi og búskapar basl, að vetri til

Ýmis atvik tengjast harðindu þegar þorri gengur í garð, sem vert er að skrá niður og margt er búskaparbaslið, eins og stendur í kvæðinu,, Minnkar stabbinn minn, magnast harðindin.

Hress og glaðurSjálfur var ég vel í stakk búinn að hefja búskap, tók við góðri bújörð, en sem var komin í vanhirði en átti fyrir bústofni og vélum, skuldlaus.

Mikill tím og orka fór í það kljást við stjórnvöld og afla jörðinni nægjanlegs kvóta og eru það harðindi af mannavöldum, en ég endaði í því að vera með 660 ærgilda kvóta sem þótti mikið þá og nutu viðtakendur jarðarinnar þess óskorað þegar ábúðartíma mínum lauk á Syðri-Mýrinni.

Heyöflun var ýmsum vandkvæðum háð því tún þurftu endurræktunar, og þá þurfti að leita heyskapar annað. Aldrei varð ég þannig  staddur að ég yrði heylaus í þeirri merkingu orðsins. Vinur minn Steingrímur á Svínavatni sá fyrir því, en ég heyjaði túnið á Svínavatni um árabil og ef upp á vantaði bætti Steingrímur úr því.

Oftast reyndi ég að beita á haustin framm í rauðan dauðann og gefa kjarnfóður til að ærnar misstu ekki hold, en vel fyrir fengitíð varð maður að taka inn og fara gefa. Haustið lengdi ég hjá kúnum með því að hafa áborna há og grænfóður til að kýr hefðu nóg að bíta. Hoss gengu úti allt árið og var moði og heyi ekið í þau ef tók fyrir beit. Alltaf gefinn síladarafskurður og fór ég oft að gefa hann um 20. október. Ekki var skilt að lögum að hafa hús yfir hross, en ég tók hross heim að húsum þegar harðnaði á dalnum, svo þau hefðu skjól. En það var vandkvæðum bundi því þau fóru í bíla og nöguðu lakk af þeim og þá var allt komið í uppnám.

Við SafamýrinaMestu harðindi mín í búskap fólust í því að vatn þraut á jörðinni að vetri til á sjálfum Þorranum. Það var sko ekkert grín.

Hóf ég þá að aka vatni frá Blöndudalshólum og Brúarhlíð í brúsum, en þar var gnægð vatns. Naut ég þess að eiga nýjan Massey Ferguson sem fór í gang í - 24 gráðum og kom fyrir að maður þurfti nokkrum sinnum að aka vatni í slíku frosti í 20 kúa fjós og 150 fjár. Þegar þetta var orðið ljóst, þá hóf ég að leita að vatni á jörðinni og mældi vatn í lind í svokölluðum Stóradalshálsi. Þaðan virkjaði ég vatnstöku eftir að hafa ekið vatni í 3 vetur í búið.

Þorleifur vinur minn Arason, sem nú er látinn , blessuð sé minning hans, slökkvuliðsstjóri á Blönduósi útvegaði mér slöngur og gat ég fljótlega fariða að aka vatni í haugsugu og dæla því upp í vatnsbólið sem tók ca 6 tonn af vatni og þá varð hátíð í bæ og allt miklu léttara.

En þá tók andskotinn við og reyndi að gera útaf við mig. Ein nótt fraus olíuleiðslan sem leiddi hráolíu að bæ og var það í raun minni glópsu að kenna. Maður getur ekki verið vitur í 24 stundir við svona aðstæður. Leiðslan var ber að hluta, því olía á ekki að frjósa, en þarna hefur verið vatn í olíunni. Þetta var um nótt og enginn ansaði á Svínavatni sem var símstöð sveitarinnar engin 112. Ekkert tæki fór í gang í 24 stiga frosti, svo ég hljóp um nóttina, framm í Blöndudalshóla og leitaði liðsinnis Jónasar bónda. Þegar komið var framm í Hóla eftir hlaupinn var frosið fyrir kjaftinn á mér, en ég var með mikið skegg. Jónasi varð hverft við og hélt að þarna væri tröllkarl kominn. Við snöruðu nú gastækjum í jeppan en hann var inni og brunuðum yfir á Syðri-Löngumýri, þaðan sem Bjarni Jónasson skrifaði fegurstu ástarbréf Íslandsögunnar, að mínu mati til Önnu sinnar. Um þetta er fjallað í bókinni: Ástin á tímum ömmu og afa eftir Önnu Hinriksdóttur, sem var lokaverkefni til M.A.-prófs í hagnýtri menningarmiðlun.

Nú, nú við vorum fljótir að koma kyndingunni í lag, en húsið var orðið eins og klakahöll, því einfalt gler var í gluggum og ísinn á rúðum kominn á aðra tommu. og vatnskyndingi við það frjósa.

Húnavellir 23.4. 2013Einu sinni hef ég lent í vandræðum með hross í harðindum en þá bjó ég á Reykjuum í Torfalækjarhreppi. Harðindi voru búin að ganga lengi og hross farin að misgangast. Eitt sinn kom ég að ungum fola  sem var við þaðað lognast út af vegna orkuskorts en hann fékk ekki að éta og var  hann lentur í einelti.

Brá ég þá á það ráð að taka öll tamin hross inn og tryppadótið, en skildi eftir samstæðan hóp af hryssum úti við vegga og gat gefið þeim þar og komst á friður.

Lýkur hér svo þessum þorraþræl og vona eg að fólk geti skóflaði í sig hangiketi, hrútsspungum og harðfiski með miklu sméri.


mbl.is Grænmeti og kalkúnn á blótinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband