Forseti Alþingis á ekkert að skipta sér af þessu máli

Eins og ég skil hlutverka forseta Alþingis þá er hann fundarstjóri og stjórnandi þingsins í húsakynnum Alþingis.

Hann er ekki siðameistari sem þarf að skipta sér af þingmönnum út í bæ. Þess vegna er best að Steingrímur láti kyrrt liggja og fari ekki að bera þetta mál inn í þingið.

Þetta er ekki þjóðmál.

Nokkrir menn sem hafa mist stjórn á sínum aðstæðum um stundarsakir vegna ölvunar. Látum málið deyja sem fyrst eftir að hlutaðeigendur hafa beðist afsökunar. Menn voru að reyna sig í hrossakaupum en áttu ekki peninga til að gefa á milli. Það var allt og sumt.

Afur á móti mætti einhver í þinginu sem hefur mannaforráð fara að hvetja þingmenn til að halda frjálsa þjóðmálafundi út í bæ og upp í sveit og framm með ströndum til að gefa kjósendum færi á að ræða auglitis til auglitis við kjörna fulltrúa. Þá væri færi á að menn sýndu að þeir væru nóbelmenn. Það er að verða undantekning að þingmenn gefi kost á slíku, nema í mjög þröngu aðstæðum og þá oftast í formi fyrirspurna.

Steingrímur þarf ekkert að vera í rusli og jafnar sig vonandi á þessu fljótt. Hann kemst í veislu á Bessastöðum í kvöld. Hann ætti að stuðla að því að lögregla væri á Bessastöðum, ef það brytust út slagsmál.


mbl.is „Óverjandi og óafsakanleg“ ummæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband