Nú eru uppi hugmyndir í dægurmálaumræðunni út á Tenerife að Ólafur Ragnar Grímsson gerist verndari landbúnaðrins og fæðuöryggis á Íslands.
Jón Bjarnason af Ströndum þar sem galdramenn stunduðu kukl sitt fyrr á öldum tekur þetta upp á bloggsíðu sinni og gerir að því skóna að þetta væri sterkur leikur.
Það er bagalegt með suma Moggabloggara að þeir leyfa ekki umræður á síðum sínum og því er ekki hægt að komast í návígi við þá á sínum heimaslóðum og ræða við þá, þ. e. á þeirra bloggsíu. Þar fara fremstir í flokki Hannes Hólmsteinn og Björn Bjarnason og Jón Bjarnason. Við þessu er ekkert að gera þeir ráða þessu.
Varðandi verndarkraftinn í Ólafi þá efast ég um það að hann sé til staðar. Þyrfti að gera einhverjar prófanir á því áður en slík ákvörðun er tekinn. T.d með því að athuga hvort hann geti bægt stórrigningum frá þegar hey lægi þurrt á velli og biði samantekningar. En ég veit hvað átt er við: Að nýta áróðursgetur Ólafs til að tala máli landbúnaðarins.
Þjóðin var alinn upp við hjátrú öldum saman. Ekki mátti láta hrífu liggja með tindana upp þá færi hann að rigna. Mjög slæmt að byrja heyskap á mánudögum osfrv.
Einn sjómaður benti mér á að þegar talað væri um fæðuöryggi þjóðarinnar væri aldrei minnst á að oft væru allar frystigeymslur fullar af fiski sem hægt væri að grípa til.
Staðreyndin er sú að landbúnaðurinn væri fljótur að leggjast á hliðina ef skorið væri á aðdrætti og fluttning á aðföngum, ef til stríðsátaka kæmi. Sú þróun til meiri hagkvæmni sem nú á sér stað er heldur ekki lóð á þá vogarskál að styrkja fæðuöryggið að mínu mati. Öflugasta baráttutækið í fæðuörygginu væri að sem flestir byggju í dreifbýli, gætu verið með smábúskap og gengið til veiða á fugli og fiski. En það er ekki í boði og nútímamaðurinn stæðist ekki þá áraun.
Besta vopnið til að gera mönnum kleift að komast af, er þekkingin.
T.d er hægt að veiða fisk án þess að eiga bát. Það er gert með því að leggja net á lágfjöru og vitja svo netanna eftir háflæði. Þetta reyndi bróðir minn á Hornströndum eitt sinn við mikinn fögnuð göngumanna og var mok veiði og allt grillað. Líklega hafa forfeður okkar gert þetta þó ég hafi ekki rekist á það í texta.
Varðandi sauðfjárræktina væri afbragð fyrir menn að lesa sjálfsævisögu Björns Eysteinssonar og ævisögu Lárusar í Grímstungu og bæta við lesturinn grein eftir dennebrogsmann Erlendar Pálmasonar í Tungunesi sem heitir: Um hirðingu roskins fjár á útbeitarjörðum um vetur sem birtist í Þjóðólfi 1952. Með þá þekkingu að vopni væri hægt að komast af með lítil hey og mjög takmarkaða vélvæðinu og aðföng, en skrimmta samt.
Held að Ólafur Ragnar bjargi ekki þessum málum. Aðalatriðið, eins og svo oft áður, er að vera skynsamur og velta málum fyrir sér.
Ólafur hvattur til að gerast verndari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 27.11.2018 | 10:51 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 105
- Sl. sólarhring: 175
- Sl. viku: 255
- Frá upphafi: 573573
Annað
- Innlit í dag: 100
- Innlit sl. viku: 218
- Gestir í dag: 100
- IP-tölur í dag: 100
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.