Mér til gamans og ykkur til upplýsingar langaði síðuhafa að grennslast eftir Sjómannafélgi Íslands og hvetja fólk til að skoða heimasíðu þess, sem auðvitað er hægt með því að googla nafnið og þá kemur upp heimasíðan með upplýsingum, en ég set svona eitthvað hrafl af heimasíðunni og upplýsingar svo hægt sé í fljótubragði að kynnast félaginu og skapa umræðu.
Málefni félagsins eru í sviðsljósinu og mikil valdabárátta og ekki gott að átta sig á hvað er þarna á ferðinni og hvernig lög snúa að þeim ágreining sem uppi er.
Um okkur
Skrifstofa Sjómannafélags Íslands er að Skipholti 50d, 105 Reykjavík.
Símanúmerið er 5511915 og er skrifstofan opin frá kl. 9:00 - 16:00 alla vikra daga.
Hægt er að senda fyrirspurnir á sjomenn@sjomenn.is
Sjómannafélagið var stofnað 23. október árið 1915.
Sjómannafélag Íslands varð landsfélag árið 2007. Félagið hóf starfsemi sína í Bárubúð við Tjörnina sem Hásetafélag Reykjavíkur þann 23. október árið 1915 en í ársbyrjun 1920 var nafni félagsins breytt í Sjómannafélag Reykjavíkur.
Saga sjómanna er samofin framfarasók íslenskrar þjóðar alla 20. öldina og það sem af er þessari öld. Fyrir um eitt hundrað árum var íslenskt samfélag eitt hið fátækasta í Evrópu, en þjóðin hafði kjark og þor ........
Hér má lesa meira um sögu Sjómannafélags Íslands
Heimild: Heimasíða Sjómannafálgs Íslands.
Sjómannafélagið á marga góða kosti í orlofsmálum, falleg hús og vel staðsett.
Á síðunni er sagt að það sé ekkert mál að gerast félagi strax í dag og ýti maður þá á hnapp sem stendur á Skoða og þá kemur allt upp sem við á éta.
Þannig að ég hvet alla til að skoða síðuna.
Sjálfur get ég ekki stillt mig um að birta sögufræga mynd af íslenskum sjómanni en myndin er eftir Jón Kaldal og hefur hún verið á sýningum og í Sjómannatímaritum
Höfðinginn er Þorvaldur Matthías Magnússon fæddur 19. ág. 1895 að Fæti undir Folafæti í Súðarvíkurhr Móðir: Júlíana Þorvaldsdóttir Þorsteinssonar bónda á Fæti við Ísafjaraðrdjúp. Stjúpmóðir Karitas Skarphéðinsdóttir Ísafirði. Þorvaldur var lengi háseti á síðutogurunum. Síðast bátsmaður á Ingólfi Arnarsyni. Hann fékk viðurnafnið Íslandströll því hann var svo sterkur. Hann átti ekki kost á því að fara í Sjómannaskóla vegna fátæktar. En hálfbræðrum hans. Þeim Þorsteini, Skarphéðni og Svanberg lukkaðist það vegna harðfylgi móður þeirra Karítasar. Þessari sem var alltaf í sparifötum þegar hún reif kjaft. Óskar Magnússon albróðir Valda fór í sjómannaskóla, svo öllu sé til skilahaldið.
Guð blessi íslenska sjómenn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 19.11.2018 | 09:20 (breytt kl. 09:55) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 20
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 94
- Frá upphafi: 566958
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 70
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.