Alltaf er ágreiningur um skiptingu þjóðarköku. Atvinnurekendur vilja fá verkalýshreyfinguna með sér í það gera kostnaðarmat á því hvort eitthvað sé til skiptanna eins og sagt er til að reyna að flækja menn í snöru, en verkalýðshreyfingin bregst fálega við því og telur það hlutverk sitt að gera kostnaðarmat fyrir sína félaga. Það er nú búið að gefa það upp hvert það er, lágmarkslaun 425 þús.
Stefán Jónsson þingmaður Alþýðubandalagsins hér fyrr á árum var með þá hugmynd til sátta að notast við það sem lengst hefur viðgengist á sjó í gegn um aldirnar, hlutaskiptin. Þau eru þannig að skipstjóri væri með 2 hluti stýrimaður með 1 1/2 hlut og háseti með 1 hlut. Oftast hefur verið friður með þetta kerfi. Það má að vísu segja að tæknin gerir það að verkum að skipstjórinn getur veitt meir eftir því sem tæknin eykst. Það sáu menn þegar astikkið kom til sögunnar, en þá voru hlutföllinn alltaf eins, því meir var að gera á dekki og koma verðmætunum fyrir í lest. Þannig að slíkar breytingar voru verk tæknifræðinga, vekfræðinga, þannig skilaði menntunin sér til aukinnar verðmætasköpunar.
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar innleiddi svokallað starfsmat þar sem störfin voru metin til röðunar í launaflokka. Var það virðingarverð tilraun innan félagsheildarinnar.
Nokkuð er þetta flóknara þegar verið er að semja um kaup og kjör í heilu þjóðfélagi. Vissulega er munur á milli starfsgreina um getu til greiðslu launa og þar byrja erfiðu viðfangsefnin. Ef kaup gengur yfir línuna, hver á þá að bjarga. Frjálshyggjumennirnir verða fljótir að svar því. Markaðurinn væntanlega.
Líklega skortir okkur rannsóknir í þessum efnum.
Áhugavert væri og ég er veikur fyrir því að störf væru metinn heilstætt eins og Stefán Jónsson hugsaði. T.d ef gengið væri út frá því að störf sem grunnskólapróf dygði væru grunnlaunin. Þá væri menntun umfram það metin til verðs svokallað kostnarðarmat. Það er dýrt að mennta sig safna skuldum ef menn geta ekki unnið fyrir sér á námstímanum eins og mín kynslóð hefur gert nokkuð sómasamlega, þó ýmsir hafi þurft að taka námslán. Svo er tapið sem fólk sem fer til náms, verður að þola sem þeir sem snemma fara á vinnumarkað og með minni menntun og eru komnir framm úr jafnöldrum sínu við að koma sér fyrir. Inn í þessa mynd koma allskonar þættir svo sem reynsla. T.d gátu strákarnir á Eyrinn sem voru á lyftara haf hærra kaup ellega hásetinn sem var á spili og hýfði upp úr lestinn. Hann bar ábyrgð að drepa engan í lestinni, þó sá verkþáttur sé horfinn úr þjóðlífinu nú vegna gámavæðingr.
Hvað kostar eitt stykki verkfræðipróf eða doktorspróf þetta þarf allt að rannsaka og væri helst í verkahring hákólanna að gera og er ef till vill búið þó ég þekki það bara ekki? Auðvitað þarf að fá menntunina uppborna og inn í launataxta og afskrifað eins og hver önnur verðmæti í skattaskýrslu
Laun verað alltaf bitbein. Aðalatriðið er að komast af, einstaklingar, sveitarfélög og ríkið. Skrifar man þá tíð þegar heimilið var, sláturstöð, kjötvinnsla, grænmetiframleiðsla, barnaskóli, elliheimili og dvalarheimili fyrir fatlaða.
Svoleiðis var gamla sveitaheimilið og vill svo sem engin hverfa til þess tíma. Ég þekkti svoleiðis heimili og var leiddur að kör gamla mannsins sem hafði stritað fyrir neytendur alla sína ævi. Hann togaði í mig og spurði ,,Segir þú engar fréttir góði". ,,Jú heimagangurinn er týndur".
Styður álagningu hátekjuskatts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 24.10.2018 | 12:25 (breytt kl. 12:27) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 13
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 1396
- Frá upphafi: 566780
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 1246
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.