Það eru nú búnar að vera rollur í þjóðgarðinum í allt sumar. Þar hef ég ekið í geng undanfarin sumur og oftast séð kindur á strjálingi. Ekkert gengur að losa þjóðgarðin við sumarbústaðeigendur á leigulóðum innan þjóðgarðsins. Helst er rokið upp til handa og fóta þegar boðnir eru til sölu ónýtir kumbaldar á uppsprengdu verði af dánarbúum sennilega. Ekki kannast ég við að það sé lagaskilda að ríkið neyti forkaupréttar og ekki var gerð tilraun til að fá dómkvadda matsmenn til gera tillögu um verð. Það var þó gert þegar stjórnarskráin var brotin á mér í Hnjúkahlíð, þá bað Jón Helgason Landbúnaðrráðherra sýslumann að dómkveðja matsmenn og þeir unnu ágætt mat, sem var svo að vísu ekkert farið eftir og ráðuneytið gaf sér sjálfdæmi í málinu. En leigulið sem ég var þá getur ekkert gert, mestalagi haldið áfram að lifa. Það væri gaman að uppruni réttinda lóðarhafa væri kannaður. Á fundi um þjóðgarðin í Ráðhúsi Reykjavíku upplýsti einn ræðumaður að honum hefði verið boðin lóð sísson til leigu fyrir margt löngu. Þar eru sennilega til ýmsar útgáfur.
Spurning hvort ekki ætti að vera landskjör til að kjósa Þingvallanefnd óbundin kosning, til að eyða klíkuáhrifum á svæðinu? Félög allskonar nema hlutafélög ættu rétt, að tilnefna frambjóðanda. Ef hlutafélög næðu taki á þjóðgarðinu yrði hann seldur fljótlega til Kína.
Einar Á.E. Sæmundsson er með dágóða menntun, en hann er ekki með doktorspróf sem er æðsta menntagráða sem veitt er frá háskóla. Svo er spurning um getu hans að taka á móti erlendu fólki frá alþjóðasamtökum og ríkistjórnum, það þekki ég bara ekki. Svo getur hann varla klæðst upplut eða peysufötum, en það er flottasti klæðnaður á hátíðisdögum í þjóðgarðinum og þar hefði Ólína getað verið tignarleg í slíkum klæðnaði. Að vísu er eitthvað til sem heitir íslenskur þjóðbúningur karla, en mér finnst hann ekki smart. Betur kann ég við uppbretta ullarsokka og gúmmískó með hvíta botna eða túttur. Þannig klæddist nágranni minn sem var afkomandi Kristjáns í Skógarkoti við Þingvallavatn að ég best veit.
Það væri reyndar fróðlegt að vita hvað kerfi sé notað þegar menntun er metin í svona tillfelli sem þarf að úrskurða milli tveggja ágætra einstaklinga. Einhverskonar punktakerfi? Þjóðfræðin ætti nú að gilda nokkuð og öll reynsla Ólínu, en á móti kemur að Einar hefur starfað í þjóðgarðinum í 17 ár og ekki ráðið við rollurnar.
En svona er staðan. Ólína verður að velgja þessum köppum undir uggum í næstu alþingiskosningum. Þetta er hálf misráðið af Ara, Vilhjálmi og Páli, að hafa hafa ekki bundið Ólínu við Þingavelli heldur eiga það á hættu að hún ríð á galdraprik um kjördæmið á næstunni. Hún kann þjóðfræði og þar er væntanlega eitthvað af göldrum innifalið.
Einar ráðinn þjóðgarðsvörður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 6.10.2018 | 09:45 (breytt kl. 09:52) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 381
- Sl. sólarhring: 424
- Sl. viku: 1182
- Frá upphafi: 570479
Annað
- Innlit í dag: 344
- Innlit sl. viku: 1058
- Gestir í dag: 326
- IP-tölur í dag: 321
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Þorsteinn, það er bara í góðu lagi að hafa rollur í þjóðgarðinum, mætti jafnvel hafa þorska þar líka. Þetta er einu sinni það sem hefur framfleytt þjóðinni betur í gegnum aldirnar en ekki doktorsgráður.
Magnús Sigurðsson, 6.10.2018 kl. 16:44
Sæll Magnús, vissulega hefur sauðkindin gert sitt gagn og þorskurinn líka. En þekkingin í fiskveiðum t.d, hefur nú líka gert gagn, við skulum ekki vanmeta doktorsnámið eða annað nám. En sauðfé á ekki að valsa um innan þjóðgarðsins, nema þá helst móbotnótt bíldótt það gæti verið prýði af því.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 6.10.2018 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.