Sjómenn eru fljótir að hugsa

Þorvaldur MagnússonSjómenn eru fljótir að hugsa og taka oftas réttar ákvarðanir við hættulegar aðstæður. Það helgast af því að þeir þurfa að ráða fram úr verkefnum dags daglega og geta ekki flett upp í bókum eða ráðfært sig við mannauðsráðgjafa, svo ríður brot yfir og þá er málið að skjóta sér í skjól og halda sér í eitthvað.

Nú eru þeir sem betur fer komnir meir í skjól og þetta orðin meiri innivinna, en hætturnar eru við hvert fótmál og viðbragðið þarf að vera í lagi til að lenda ekki í lykkju eða fá vír í hausinn.

 Í þessu tillfelli hafa þeir gert alveg rétt að hindra súrefnisstreymi til eldsins og þá hefur hann kafnað.

Hér áður fyrr á síðutogurunum var strengd líflína frá brú og fram í hvalbak svo menn kæmust örugglega framm í hvalbak til að skíta og leggja sig þega veltingur var mikill og lensportin full af sjó.

Picture 024En nú ætla konur að fara brjótast  til valda í sjómannasamtökunum og það verða einhverjar byltur og óvíst hver verður ofan á.

Myndin af sjómanninu í skrúða sínum er þekkt mynd af togarasjómanninum Þorvaldi Magnússyni eftir Jón Kaldal. Hann var síðast bátsmaður Ingólfi Arnarsyni. Mikill sjógarpur. Neðri myndin er af af síðtogaranum Ísborgu Ís 250 frá Ísafirði sem var breytt í fragtskip og silgdi um skeið fyrir Íslendinga en var seld úr landi og sigldi undir hentifána og var notuð sem smyglskip í Miðjarðarhafi og var tekin þar með vopnavaldi og færð til hafnar einhverstaðar þar. Strandgæslan tók eftir því að Ísborgin var með tvo radara, þann gamla og annan spánýjan eins og herskip eru með og það vakti grunsemdir.


mbl.is „Sprenging og svartur reykur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband