Kjarnfóðurskatturinn var dæmdur af

Álagning kjarnfóðurskatts var dæmd ólögleg á sínum tíma. Þar var talað um óeðlilegt framsal valds til ráðherra.

Það er ekki svo að ráðherrar séu vondir menn. En lögfæðin sem stunduð er, virðist oft vera einhver önnur lögfræði en kennd er í Háskóla Íslands og svo er sennilega mikið um hvíslara í ráðuneytum sem segja við ráðherra við skulum hafa þetta svona og svona og skeyta lítið um lögfræði eða stjórnarskrá. Álita mál er hvort kvótakerfi í landbúnaði hafi nokkurn tíman staðist stjórnarskrá.

Ekki fór prófessor Sigurður Líndal fögrum orðum um þetta ,,reglugerðarkraðak" sem hann nefndi svo í riti sínu Stjórnkerfi búvöruframleiðslunnar og stjórnskipan Íslands. Hann gaf því eiginlega falleinkunn með mörgum hörðum orðum.

Landbúnaðarframleiðslunni og byggðamynstrinu og hlutföllum milli bænd var stórlega raskað. Vissulega var nauðsynlegt að tína skussan út úr stéttinn og gera fjósbyggingar betri varðandi aðbúnað dýranna og vinnuumhverfi bændanna. En að það þurfi að byggja fjós sem kosta 1/2 milljarð  er of mikið fyrir gjaldþol neytenda held ég. Það eru miklir vextir sem þarf að borga af slíkri skuld og þarf margar kýr í fjósið bar til að standa undir vaxtagreiðslunum.

Nú leika kaupmenn sér að ráðherra landbúnaðarmála eins og köttur að mús. Og neytendur bíða eftir nýrri ,,leiðréttingu", en auðvitað eru þeir búnir að leggja út fyrir öllum þessum tollum og sköttum.

Nýustu fréttir af tíðarfarinu í Danmörku eru þær að þar vantar 30% upp á að meðaluppskera af korni skili sér vegna þurrka. Á austurströndinni sýndist mér blasa við hallæri vegna fóðurbrests en skárra ástand er á vesturströndinni en undanfarið hefur ringt þar og háarspretta að ná sér á strik. Viðbúið er að vatnskortur geri vart við sig á þéttbýlum svæðum í Evrópu í vetur vegna lágrar grunnvatnsstöðu.

Og svo þegar við verðum komnir með fáar jarðir undir kúabúskap og stórar einingar verður, hrun óáran eða áföll tilfinnanlegri ef eitthvða bjátar á.


mbl.is Telur ráðherra misskilja málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband