Það hefur nú alltaf verið talið siðlaust að standa á hleri eða hafa hurð hálf opna og heyra hvísl. Eitthvað er til af málum þar sem lögreglana var að hlera stjórnmálamenn í gamladaga. Er búið að bæta það?
Auðvitað hefur hálf þjóðin verið alinn upp við það að hlusta í gamla sveitasímanum. Ein stutt ein löng og ein stutt og það kostaði ekkert að hlusta.
Það varð jafnvel til heilt mál út úr þessu, þ.e.a.s.,talmál sem kallaðist rósamál. ,,Já þú veist þessi á græna jeppanum hann var nú að digga við þessa sem var í nýju svörtu strechbuxunum frá Kaupfélaginu þú veist.
En að 10 millur detti niður í 300 þús er náttúrlega alveg til skammar.
Í leikhúsum eru oft hvíslarar. Ætli ríkið sé eitthvað að hlusta þar umfram það að ráðamenn bregði sér á sýningar.
En ég veit um einn mann sem titlar sig hvíslara í símaskránni. Það ætti ef til vill að reyna að hlera hann.
Ríkið dæmt til að greiða Hreiðari bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 30.4.2018 | 16:09 | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 84
- Sl. sólarhring: 498
- Sl. viku: 1342
- Frá upphafi: 570648
Annað
- Innlit í dag: 77
- Innlit sl. viku: 1196
- Gestir í dag: 76
- IP-tölur í dag: 75
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvar væri réttlætið ef þessar landráðamenn og þjófar eins og þessi einstaklingur sem þú ert að verja, fengi öllu sínu framgengt ? - Þetta er ótrúlegt að þurfa að greiða þessum fjárglæframanni laun fátæks verkamanns í bætur..Bætur fyrir að vera bófi...(???)
Már Elíson, 1.5.2018 kl. 11:11
Már Elíson, þú ert út í móum. Hvar lest þú það í færslunni að ég sé að verja manninn? Og klikkir svo út með því eða gefur það í skin að greiddar séu bætur fyrir að verja bófa.
Ég er nú bara að benda á það að maðurinn áætlar sér 10 millur í skaðabætur en fær bara 300 þús, það er nú frekar niðurlægjandi dómur. En dómararnir dæma efti lögum. Það mátti ekki hlera án dómsúrskurðar og það gildir fyrir alla, sko þannig eiga löginn að virka.
Færsla er almennt innlegg í þjóðmálaumræðu svo fólk sem er ekki mjög virkt geti skotist hér inn og tjáð sig um málefnið.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.5.2018 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.