Sauðfjárræktin er félagslegur atvinnuvegur þar sem margir vinna saman svo sem í búnaðrfélögum, kynbótafélögum, ræktunarfélögum upprekstrarfélögum afurðarsölufélögumfélögum o.s.frv. Allt er þetta ein heild framleiðslukeðju sem þarf stuðnig ríkisvalds til setningu laga og reglan og fjármuna svo hlutirnir gangi upp. Bændur hafa byggt upp landið með stuðningi ríkisvalds og má segja að það sé býsna glæsilegt viðast hvar að litast um á Íslandi og gleðilegt að geta þó sýnt útlendingum að hér býr býsna flott þjóð í landinu við tæknivæddan landbúnað sem sækir hratt framm í tækn, ferðaþjónustu og kornrækt norður við heimsskautsbaug.
Bændur smala allt landið og hreinsa það af sauðfé á u.þ.b. mánuði frá 20.sept- 20. okt á hausti hverju. Þetta væri ekki hægt nema með að komu löggjafarvalds til að setja reglur um skipan smalamennsku á afréttum og víðfemðum heimalöndum. Það er ekki hægt fyrir kotbóndan eða partbóndan eða stórbóndann að fara einir að ná í sitt fé í afrétt. Smalamennskur eru félagslegt starf þar sem allir vinna saman. Smalakerfið er merkilega þrautskipulagt kerfi sem hefur þróast frá landnámi Íslandsbyggðar og er alveg einstakt. Draumar margra frjálshyggjumanna um ofurstór fjárbú eru falshugmyndir. Stórbændur mundu aldrei getað hreinsað allt landið einir. Enda myndu þeir fljótt fara að rífast um hver ættti að smala þetta landsvæði eða hitt.
Framleiðsluferli bóndans má segja að ljúki þegar hann afhendir fé sitt á fjárflutningabílinn. Þá taka við það sem menn kalla milliliði. Flutningur, slátrun úrvinnsla sala og markaðssetnig. En bóndinn er í raun látinn einn bera ábyrgð á öllum framleiðsluferlinum til neytandans þó fjöldi manns vinni við þetta og fá sinn part greiddan skilvíslega þá situr bóndinn uppi með hallan af framleiðslunni ef varan selst ekki sem áætlað var.
Ríkisvaldið hefur verið að hnoðast við það að búa til reglur um framleiðsluheimildir frá 1986 ( Kvótinn ) og tekist misjafnlega. Aðal þröskuldurinn þar er auðvitað stjórnarskráinn en það er örðugt að glenna sig yfir hana þó margir vilji sem minnst vita af henni.
Þessvegna eru þessi mál erfið viðfangs að gera svo öllum líki og ríkisvaldið vill styðja við atvinnugreinina vegna þess hve hún er atvinnuskapandi jafnt í dreifbýli og þéttbýli. Bændur hafa verið sterkir félagslega og átt mikil ítök og málsvara á löggjafarþinginu og menn hafa haft skilning á þessari félagsheild.
Nú standa mál þannig að birgðir hafa safnast upp og bændur standa uppi með að fá ef til vill ekki nema 65% af afurðastöðvaverði en hafa þó náð að fá fullt beingreiðsluverð sem er 50% af áætluðu framleiðslukosnaðarverði. þannig að skellurinn er minni en í gamladaga þegar bændur fengu 75 % útborgað og svo rest þegar ketreiningnum var lokað og varan seld. Voru það kallaðar ,,uppbætur."
Það sem ég vildi sagt hafa að þá er það ósanngjarnt að bændur, sem síðasti hlekkur í framleiðslukeðjunni sitji uppi með skellinn þegar allir hafa fengið sinn skerf og vinnufrmalag greitt.
Auðvitað er enginn hrifinn af því að þurfa að vera borga þetta og allra síst styrki til útflutnings. Nær væri að láta landsmenn hafa einhvern afslátt og selja grimmt. Og eins að láta skerðinguna koma á fleiri axlir. Landbúnaðrráðherra hefur talað um það að afurðastöðvar verði að kom inn í dæmið og má vera að þær geti það að einhverjuleiti. En þær hafa aldrei verið reknar sem gróðastöðvar einungis að allt stæði í járnum. Einu sinni fengu bændur skyr sent heim í mjólkurbrúsanum þegar offramleiðska var. Sjálfsagt eru möguleikar í stöðunni um skiptingu í þessu máli og verður að fara nokkrar leiðir.
Ég hef lokið máli mínu. Amen eftir efninu.
Enn eitt kjaftshögg bænda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 16.8.2017 | 11:42 (breytt kl. 11:42) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.