Laugarnesið er mikil perla og það er fallegt sólarlagið þar ekki síður en í Urðarseli þegar sólin er að sökkva í hafið, þegar horft er út á sundin blá. Þó þung umferð sé vegna stofnbrautar í nágrenninu er kyrrð og rósemd yfir Laugarnesinu og það bíður upp á margt í framtíðinni sem opinn samkomustaður og fólkvangur, vegna einstakrar legu og náttúrufars. Atlandshafshafaldan sem brotnar í óspilltri Laugarnesfjörunni sem er friðlýst og kemur frá Tenerife er fögur og kát eftir allt hennar ferðalag, eftir að hafa ruggað Íslenskum sjómönnum sem Sigurður í Laugarnes söng svo eftirminnilega um hér um árið. Að vísu söng hann um sjómenn á Grænladsmiðum og síldarsjómenn fyrir norðan land. Það var sú tíð.
Nú, nú sönglistin heldur áfram að blómstra í Laugarnesi svo er Birgittu Spur fyrir að þakka og fleirum. Hún hefur setið Laugarnesið með prýði og borið hag staðarins fyrir brjósti og rekið Listasafn Sigurjóns með prýði. Þessi karl sem okkur krökkunum í Laugarnesið fannst svo flinkur að tálga stórar spýtur þegar við vorum bara með spítur úr fjörunni. Við töldum hann skrítinn.
Sumartónleikar í Laugarnesi er orðinn fastur liður í uppbyggingu staðarins og er röð vandaðra og merkra tónleika með hámenntuðum söngfuglum og glæsilegu tónlistarfólki.
Því fengum við að kynnast í gærkveldi þegar Kurr-kvartettinn kom þar fram og flutti okkur vandaða dagskrá þar sem hann leitast við að færa þjóðlög, dægurlög og tangóa í nýjan búning eins og segir í efniskránni sem tónleikagestir fengu. Efnisskráinn er að nokkru leiti spunnin og er undur áhrifum jazztónlistar. Verkefnavalið er liflegt og fjölbreytt og hefur fengið góðar viðtökur á tónleikum, jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem á landsbyggðinni.
Næst ætla þau að flytja þessa dagskrá upp á Gljúfrasteini, ha!
Söngkonan Valgerður Guðnadóttir er hæfilegarík söngkona með vítt raddsvið og fallega rödd sem naut sín í lögunum sem flutt voru og hafði magnaða sviðsframkomu sem heillaði. Helga Laufey Finnbogadóttir er flottur píanisti sem var með feikna góða jazztakkta og hafði allar aðstæður á valdi sínu. Guðjón Steinar Þorláksson var fimur á kontrabassan og Erik Qvick var ekki með ýkja mikinn hávaða á trommunum en maður viss að hann var þarna, eins og gjálfrið í öldunum og vindurinn í stráunum í Laugarnesi.
Kærar þakkir fyrir frábæra tónleika. Ég var mikið skárri eftir þessa ferð í Laugarnesið en þegar ég var þar síðast.
Laugarnesið er magnað með bestu fjörulendingu á Íslandi. Höfuðból Hallgerðar langbrókar sem Guðni Ágústsson bóndasonur frá Brúnastöðum hefur setið á skrafi við á Laugarneshólnum vetrarlangt og hefur ritað um það bók.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 2.8.2017 | 11:11 (breytt kl. 11:41) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 77
- Frá upphafi: 566941
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.