Það er nú ekki rétt sem kemur fram í þessari frétt að AFA reki öll biðskýli á höfuðborgarsvæðinu. Megin reglan er sú að sveitarfélögin hafa forræði á þessum þætti starfsemi almenningsþjónustu samgangna. AFA á einugis dönsku glerskýlin. Önnur skýli eiga sveitarfélögin og hirða um þau.
Mig minnir að til þessa að mega að fjarlægja fasteign þarf leyfi sveitastjórna til niðurrifs, þannig að þetta mál er ekki komið í höfn, því vitanlega verða AFA menn teknir fastir af lögreglu ef þeir fara að fjarlægja biðskýli án leyfis yfirvalda.
Svo eru þeir að stórtapa á þessum aðgerðum og hugmyndum. Langskynsamlegast væri að fá eitthvert sanngjarnt verð á þessi skýli og selja sveitarfélögunum þau á staðnum.
Ég er nú ekki viss um að farþegar verði kátir með AFA ef þeir eru með svona hótanir og sýni ekki smá vitglóru.
Auðvitað setjast farþegar bara í skýlinn og sitja sem fastast í þeim.
Smá saga úr biðskýlabransanum: Tveir starfsmenn Strætó voru að taka upp skýli sem átti að fara í viðgerð. Virðuleg frú sat í biðskýlinu. Trukkadræverinn spurði kollega sinn. ,,Hvað gerum við nú félagi", Hann svaraði: ,, Við hýfum skýlið bara", ,, Og með kellingunni" ,,ég skal spyrja hana" Frúnni var nú gerð grein fyrir málavöxtum. Hún spurði: ,, kemst ég svoleiðis á áfangastað" ,, þú kemst niður á Kirkjusand svoleiðis. " Frúin stökk knálega út úr skýlinu með þeim orðum og sagðis vera lofthrædd. Þar með var allt loft farið úr málinu.
Hóta að fjarlægja öll strætóskýlin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 23.6.2017 | 15:25 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.11.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.