Taka skýlin eignarnámi strax.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ættu að sameinast um það strax og vera ekki að tvínóna við það að óska eftir eignarnámsheimild á þessum biðskýlum fyrir miðnætti.

Of mikil röskun yrði ef þetta mál færi í eitthvað klandur. Og ef ekki eru hér ríkir almannahagsmunir þá veit ég ekki hvar þeir eru yfirleitt?

Hef aldrei skilið hvað menn eru hræddir við eignarnám. Eins sjálfsagt og það er yfirleitt þegar hagsmunir almennings eiga að vera í fyrirrúmi.


mbl.is Segir borgina ekki brjóta samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það er samningur í gangi varðandi þessi skýli. Ef hann er brotinn, eru ákvæði í honum sem heimila eigendum skýlanna að fjarlægja þau. Ekki veit ég hvort samningurinn hefur verið brotinn af borginni, en ef svo er, er þá réttlátt að borgin geti hirt öll skýlin með eignarnámi? Varla geta það talist góðir viðskiptahættir og hætt við að menn og fyrirtæki hugsuðu sig tvisvar um, áður en gengið yrði til samninga við slíkan aðila um nokkurn skapaðan hlut í framtíðinni.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 24.6.2017 kl. 08:14

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Sæll Halldór og takk fyrir innlitið.

Farþegar kvörtuðu all nokkuð út af dönskuskýlunum þegar þau komu og þótti trekkur og súgur í þeim, end spurning hvort þau henti hér norður við heimsskautsbaug. Hægt er að nota þau inn í borgum þar sem er skjól en þar sem er berangur er hæpið að vera með þau.

Við eignarnám kemur væntanleg einhver greiðsla fyrir tekin verðmæti samkvæmt mati.

Þessi skýli eru nú sennilega afskrifuð sem fastafjármunir í bókhaldi AFA og því lítilsvirði. Þó geta þau verið nokkurs virði fyrir Strætófarþega enn um sinn og mikil röskun á högum þeirra ef þau hyrfu.

Nú hefur borgarlögmaður sagt að engir samningar hafi verið brotnir svo það er erfitt að koma auga á um hvað málið snýst. Ætli AFA hafi ekki misreiknað sig og talið sig ná einhverri sóknarstöðu með svona yfirlýsingu. Það er augljóslega betra fyrir AFA að fá einhverja aura fyrir skýlin frekar en að fara í einhverjar dýrar aðgerðir við að ná afskrifuðum biðskýlum upp með ærinni fyrirhöfn þar með talinn frágangur.

Þá er spurningin hvort vegur meir, samningur um heimild að taka upp fasteignina eða ákvæði í reglugerð um nauðsyn að fá leyfi til að rífa skýlin niður frá byggingarnefnd.

Bestu kveðjur úr efribyggðum í Kópavogi.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.6.2017 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband