Það getur verið óþægilegt að verða vínlaus fyrir þá sem eru sólgnir í vín, en hæpið að það þurfi að fara í matvöruverslanir, Það er engin þjóðarnauðsyn, aðgengi að víni er ekki lengur hindrun í því að ná í áfengi, vínbúðir á götuhornum og í hverju krummaskuði, ólíkt því sem var hér áður fyrr að menn þurftu að panta í póstkröfu. Þetta frumvarp er alveg þarflaust og bætir ekki þjóðarhag, heldur veldur heimilum og börnum vandræðum.
Gamall maður sem ég ólst upp með sagði mér að það hefði sótt kvíði að mönnum að hafa ekki áfengi við réttarstörf í Auðkúlurétt fyrir norðan fyrir margt löngu. Maður var sendur til apótekarans á Sauðárkróki til að útvega spíra.
Hann fór ríðandi og kom með 2 brúsa.
Fljótlega eftir að réttarstörf hófust voru menn orðnir góðglaðir og um miðjan dag orðnir fullir og lágu réttarstörf niðri, en brýna nauðsyn bar til að ljúka þeim fyrir myrkur en bændur þurftu að reka fé heim oft um langan veg.
Jón Jónsson alþingismaður í Stóradal gekk í það að semja við menn að hætta drykkju og klára réttarstörfin og var hluti af samkomulaginu að fara með það sem eftir var í brúsunum frá réttarstað, þar sem kallaður er Tungunesmúli og grafa það þar. Þetta gekk eftir og gengu réttarstörf færsællega fram og allir komust með sitt fé heim. Á þessu svæði voru Framsóknarmenn fjöllmennir. Þá var fé dregið í réttum en breyttist svo í að fé er dregið úr bönkum. Sagan sýnir hvernig vín getur tekið yfir stjór á daglegum atburðum og verkum og gert menn verklausa. Hlutur áfengis í orsökum hrunsins er órannsakaður og væri nú vert að taka það til skoðunar af Alþingi frekar en að berja áfengisfrumvarpið í geng.
Daginn eftir fóru einhverjir að huga að spíranum,en hann fannst ekki og kom mikið fát á þá sem stóðu fyrir þessu spíramáli.
Sú kennig var á lofti að einhverjir kunnugir því hvar spírinn var falinn hafi farið í undanreið og hirt spírann.
Lengi vel sá ég tinbrúsa hanga uppi í fjárhúsum gamla mannsins, en það var steinolía í honum.
Forsætisráðherra órólegur og roðnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.5.2017 | 17:56 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 71
- Sl. viku: 552
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 490
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Grasið er grænna hinu megin við girðinguna, en ef það er engin girðing, hvað þá ?
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.5.2017 kl. 20:52
Þá er stjórnleysi á beitinni Valdimar.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 23.5.2017 kl. 08:10
Skemmtileg lesning.
Sérstaklega með "fjárdráttinn".
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested, 23.5.2017 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.