,,Holóttar götur, illa hirt rusl, skortur á gæði matar í leikskólum og hækkandi álögur íbúa Reykjavíkurborgar," voru umfjöllunarefni Bjarna Ben á Reykjavíkurþingi Sjálfstæðisflokksins í gær.
Götur eru nú holóttar í öðrum sveitarfélögum sem Sjálfstæðismenn stjórna.
Auk þess sem töluverður hluti af samgöngukerfi á höfuðborgarsvæðinu tilheyrir ríkinu og þar er ástandið ekkert skárra.
Rusl er út um allt lýðveldið. Rustl er þjóðarlöstur á Íslandi. Hvernig er sjávarauðlind lýðveldisins leikinn netadræsur í fjörum og hafi sem ógnar lífríki.
Ekkert var talað um þennan nýja skatt Sjálfstæðismanna ,,innviðagjald" sem er mjög fyndið gjald þar sem þeir sem flytja sig úr grónum hverfum og hafa ef til vill búið alla ævi og lagt sinn skerf með sköttum og skyldu til sveitarfélagsins svo sem byggingu á skólum o.g.fl. og eru auk þess komnir úr barneignum, þeir koma að dúklögðu skattaborði með úrvali af sköttum og þar á meðal þessum nýja skatti ,, innviðaskattinum " sem leggst ofan á fasteignaverð og er ætlað til að fjármagna ýmiss framkvæmdaverkefni sveitarfélaga. Ekki hefur verið grein frá því hvort eigi að greiða þenann skatt í hvert skipti sem fasteign er seld. Sem sagt hvort þetta verði eilífðarsattur. Hækkunin verður auðvitað til þess að fasteignir hækka almennt í verði um land allt og síðan hefur það áhrif á vísitöluna og skrúfar allt verðlag upp.
Auðvitað er Bjarni að leggja á ráðinu í komandi sveitasjórnarkosningum og láta sína menn vita um hvað þeir eigi að tala og blása kjarki í menn.
Það var sú tíð að þegar Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði borginni að fólk var mjög vart við þegar komu að kosningum. Þá var hafist handa við að sópa og mála og jafnvel komið með sprautubíla í hverfi þar sem ekki var búiða að malbika og þar voru bara holur eins og í dreifbýli á Íslandi nú og ekki er heflað þar.
Svo stingur hann dúsu með glassúri upp sína menn eins og gert var til forna við þræla sem notaðir voru til að róa skipum og minnti á hve ástandið væri frábært á Íslandi og mikill uppgangur. Gaman væri að ganga um miðborgina þar sem veitingahús hefðu risið upp og mannlíf blómstrar.
Svei attan súpudiskur með gosi á 1800 kr.
Margt mætti gera betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 20.5.2017 | 10:23 | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 446
- Sl. sólarhring: 671
- Sl. viku: 1704
- Frá upphafi: 571010
Annað
- Innlit í dag: 411
- Innlit sl. viku: 1530
- Gestir í dag: 396
- IP-tölur í dag: 388
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.