Auðvitað þarf að staldra hér við og gaumgæfa aðstæður og kippa því í liðinn sem nauðsynlegt er að laga og bera saman mælingar sem ekki ríma við heilsufar starfsmanna.
Og endilega að athuga hvort þeir eigi ekki fyrir varanlegum gólfum í verksmiðjuna. Annars þarf að efna til samskota fyrir gólfum.
Vonandi er hægt að laga allt sem aflaga hefur farið og þetta fyrirtæki geti stutt við atvinnulíf á Suðurnesjum, ekki veitir af eftir að herinn fór og margir misstu vinnuna.
Mér finnst furðulegt að verksmiðjan hafi verið hönnuð af þar til skipuðum fræðingum með trégólf.
Það var trégólf í gamla burstabænum sem ég ólst upp í en það var járnmotta í kring um ofninn. En ég held að það hafi ekkert umhverfismat farið fram vegna byggingar hans enda féll hann inn í landslagð og það tók varla nokkur maður eftir honum nema það stóð reykur lóðbeint upp í loftið úr honum á morgnana og það var merki um að fólkið væri komið á fætur.
Stundum gerði maður reykmerki eins og indjánar gera og þá fipuðust gamlir menn við sláttinn og vissu ekki hvaðan stóð á sig veðrið.
En trégólf í kísilmálmverksmiðju það held ég að sé hámark heimskunnar.
Björt: Nú er komið nóg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 18.4.2017 | 11:32 (breytt kl. 11:48) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 91
- Frá upphafi: 573223
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 81
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú þekkir ekki vel til í rekstri kísilverksmiðja, Þorsteinn, enda varla von.
Ástæða þess að trégólf eru notuð og reyndar einnig tré skilrúm, er vegna þess að vinna þarf innanum búnað með miklum straum á sér. Þá eru þessi gólf og skilrúm sett til að fyrirbyggja að menn verði sér að voða, með því að tengja sig milli tveggja póla rafbúnaðar.
Enn hefur ekki fundist betri leið til að skapa þetta öryggi fyrirstarfsmenn, þó rekstur slíkra verksmiðja hafi staðið yfir í meira en öld.
Mönnum getur fundist þetta fyndið, en ástæðan er fjarri því að vera fyndin. Hún snýr eingöngu að öryggi þeirra starfsmanna sem vinna við slíkar verksmiðjur.
Gunnar Heiðarsson, 18.4.2017 kl. 12:23
Þakkað þér fyrir upplýsingarnar og ábendinguna Gunnar. Já það er rétt ég hef ekki þekkingu til að varpa þessu kannske fram svon og braut raunverulega reglu sem einn kennari minn gaf að maður ætti ekki að fjalla um það sem maður þekkir ekki, en á móti kemur að maður á hauk í horni þar sem þú ert Gunnar. Ég tók bar út úr frétt sem haft var eftir slökkvuliðsstjóra ,, Gólfin eru því að hluta til úr timbri." og velti ekki vandkvæðum við það að aftengja rafmagn við þessar aðstæður.
Af þeim ástæðum bið ég afsökunar á því ef ég hafi hallað á einhvern í þessum efnum.
Þá er spurningin þessi er verksmiðjan starfshæf með þessum búnaði ef hún getur fuðrað upp si svona.
Í fjósum til að losna við rafmagslost eru járnrimlar í flór tengdir við vatnslögn og innréttingu ef kýr gengur aftur á jármottu fær hún ekki straum.
Það hlýtur að vera hægt að finna eitthvað ráð við þessu. Í það minnsta að nota eik í staðin fyrir furu til einangrunar, en eikin er ekki eins eldfim. En eikin er ef til vill of dýr?
Þorsteinn H. Gunnarsson, 18.4.2017 kl. 12:50
Hér á 21. öldinni búa menn yfir þekkingu á ýmsum efnum sem einangra rafmagn en eru ekki eldfim eins og timbur...
Guðmundur Ásgeirsson, 18.4.2017 kl. 14:32
Já var það ekki Guðmundur. Þú kemur sterkur inn í þessa umræðu.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 18.4.2017 kl. 14:37
Sjálfsagt má finna hin ýmsu efni sem hægt væri að nota í stað timburs. Jafnvel efni sem ekki eru eins auðbrennanleg. Sennilega eru þau efni flest eða öll mun dýrari. Að skipta út krossvið fyrir eik væri t.d. óframkvæmanlegt, tæknilega og ekki síður fjárhagslega.
Kísilmálmverksmiðjur hafa verið reknar allt frá byrjun síðustu aldar, vítt og breitt um heiminn. Allar notast þær við timbur til einangrunar milli skauta, þar sem vinna þarf við ofnana í rekstri. Eldsvoðar eru fátíðir í þessum verksmiðjum, þó vissulega geti komið upp slys. Oftast má finna ástæðu þeirra í öðru en efnisvali umhverfis skaut ofnanna.
Hvað olli brunanum hjá þessari tilteknu verksmiðju er enn ekki vitað. Hitt virðist ljóst, a.m.k. fyrir mann sem unnið hefur við slíka verksmiðju í tvo áratugi, að þjálfun starfsmanna er ekki sem skildi. Ákaflega sjaldgæft er að bruni í þessum verksmiðjum nái því stigi sem þarna varð, yfirleitt næst að stöðva hann áður en verulegt tjón hlýst af.
Aðrar raunir fyrirtækisins eru af þeim toga að álykta má að skortur á þjálfun starfsfólks sé þarna vandamál.
Sumar þessara rauna, eins og t.d. lyktarmengun, er eitthvað sem allir sem einhver kynni hafa af svona rekstri ættu að þekkja. Sem hluti af orkugjafa þessara verksmiðja, er notast við timburspæni. Við lágan hita í ofninum brennur þessi spænir hægt, með tilheyrandi lyktarmengun. Eftir að ofninn nær eðlilegum rekstri hverfur þessi mengun að öllu.
Þegar startað er upp nýrri verksmiðju koma óhjákvæmilega upp ýmis ófyrirséð atvik og oft þarf að keyra ofn niður, jafnvel slá út. Því skapast oft aðstæður þar sem spænirinn kemst í "hægbrennslu" með tilheyrandi lyktarmengun. Hversu langan tíma tekur að koma svona verksmiðju á það level að rekstur sé stabíll, er mjög mismunandi. Allt frá nokkrum mánuðum til árs.
Það er því næsta fáránlegt að reisa slíkar verksmiðjur nærri íbúðabyggð. Helguvík og Bakki eru rakin dæmi um fáránlegrar staðsetningar kísilverksmiðja. Þeir stjórnamálamenn sem ákváðu að á þessum stöðum voru áform um álver lögð til hliðar og skipt yfir í kísilver, verða að bera þann kaleik.
Hvort þessi mengun frá bruna á spæni sé hættuleg, ætla ég öðrum fróðari að dæma. Flestir kannast við svona óþægindi og allir sem muna er timbur var notað til að drýgja kol, í kolaeldavélum fyrri tíma. Mann súrnaði í augu, en man ekki til að önnur varanleg einkenni hafi hlotist af.
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 19.4.2017 kl. 13:09
Flott hjá þér og takk fyrir þessar upplýsingar. Þetta er upplífgandi. Kær kveðja
Þorsteinn H. Gunnarsson, 19.4.2017 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.