Svaðilför og hrakningar á Steingrímsfjarðarheiði 2015

Eitt sinn átti ég erindi á Ísafjörð. Var búin að þrautkanna spána og upplýsingar Vegagerðarinnar og tímasetja ferð mína þannig að ég átti að sleppa yfir áður en veðrið skellti á.

img_1771.jpgNú,nú, eitthvað tafaðist að koma sér úr Rvk, en allt gekk furðuvel um Bröttubrekku og Dali. Á Þröskuldi fór maður að sjá hvað í vændum var. Miklir kólgubakkar í aðsigi. Ég var á Toyota Rav vel búnum í vetrarakstur. Konan hafði minnt mig á að taka spotta og skólfu með, sem ég gleymdi, enda er ég á launum sem eldriborgari við að gleyma.

img_1787.jpgÞegar við leggjum á Steingrímsfjarðarheiði hafði sjánlega verið skafið þar mjög nýverið og héldum við hjónin ótrauð áfram og ég hét á áa mína úr Djúpinu að halda verndarhendi yfir okkur. Þegar upp á heiðina var komið lentum við fyrir aftan jeppa. Maskaraleg ung kona var ökumaður og sömdum við hana að fá að fylgja í slóðina. Vegna seinkunnarinnar sem gæti hafa verið 3 korter var farið að aula í img_1804.jpgslóðina, en stúlkan ók liðlega og af öryggi og allt gekk. Þar til við ökum fram á vanbúin fólksbíl sem sat fastur og komst ekki lönd né strönd. Þá var veðrið mjög hratt farið að versna. Þarna byrja erfiðleikarnir ég festi mig lítilsháttar og fór að tapa tíma. Þegar átti að fara kippa í mig vantaði spottan og ekkert gegg og stúlkan vildi ekki bíða og hélt áfram. Á þessum tímapunkti skall á iðulaus stórhríð eins og hendi væri veifað. hefa aldrei upplifað annan eins hvell. Vanur maður hafði verið sæðingamaður í A-Hún um árabil og þá alltaf með spotta og á stórum jeppa. Nú hér dugði engin forn frægð og við sátum þarna nokkrir bílar í driftinni og stefndi í óefni. Að lokum ákvað ég að taka af skarið og kalla á björgunarsveit þar sem ég mat það svo að þarna gæti stefnt í manntjón því fólk var að reyna að moka upp bílan illa búið og fauk um koll og svona.

img_1770.jpgBjörgunarsveitin á Hólmavík brást vel við en allar aðgerðir þurftu að fara í geng um varðstöð lögreglu. Fyrst var ég dreginn út úr bílaþvögunni og á hreinan veg og sagt að hypja mig niður í Djúp sem ég og gerði.

Þegar hér var komið sögu var veðurhæðin orðin svo mikil að bíllinn toldi varla á veginum og mikil blinda og auðvitað missti ég bílinn útaf nærri því í kant. img_1779.jpgEn af hyggjuviti mínu stoppaði ég og reyndi ekki að ná mér upp af ótta við að velta bílnum. Björgunarsveitin kom og reddaði málinu og hægt var að lóna niður af heiðinni og þá var björgunarsveitinn búina að ná mannskapnum og bílum í konvog og var nú haldið til Reykjaness og þar var okkur vel tekið og þágum gistingu. Næsta dag var farið að birta og fórum við til baka upp úr hádegi og gekk allt vel. Þarna hitti ég einn frænda minn vörubílstjóra á Ísafirði af Pálsætt á Ströndum og þekkti hann af svip afa mín Magnúsar Guðmundssonar. en hann er nauðalíkur honum. Svona getur ættfræðin verið skemmtileg.


mbl.is Hvessir fyrst á Hellisheiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband