Þetta mál er þá búið að fá þann endir sem eðlilegt er að það fái.
Áhugavert væri að fá það fram hverjar ávirðingar hafi verið á hendur forsætisráðherra sem áttu að leiða til þessa hægt væri að kreista út úr honum 7.5 milljónir. Það er auðvitað sérstakt mál sem þarf að upplýsa og er ekki hluti af þessum málarekstri.
En að mínu mati er ekki nóg að skjóta smáfugla og sólskríkjur.
Forsætisráðherra fv. Sigmundur Davíð hefur haft upp orðræðu um að honum hafi verið hótað og borið fé á hann af hendi aðstanda fjármagns og eigenda sem höfðu hagsmuni að fá einhverja æskilega niðurstöðu við losun hafta. Það er ekki nóg að beina atgeirinum að dömum sem liggja vel við lagi. Það þarf að beina hlaupinu að hákörlunum.
Til að öll þessi mál verði trúverðug verður ríkisvaldið að fá á hreint hvað er hér á seiði. Ekki er viðunandi að menn séu í svona leik án þess að það komi til kasta dómsstóla.
Malín og Hlín dæmdar sekar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.4.2017 | 12:55 (breytt kl. 12:55) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 51
- Sl. sólarhring: 481
- Sl. viku: 1309
- Frá upphafi: 570615
Annað
- Innlit í dag: 45
- Innlit sl. viku: 1164
- Gestir í dag: 44
- IP-tölur í dag: 44
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Þorsteinn
Krafa systranna byggðist á eftirfarandi: "Féð höfðu þær farið fram á að Sigmundur Davíð greiddi gegn því að þær héldu upplýsingum leyndum um meinta aðkomu hans að fjárhagsmálum Vefpressunnar ehf." samkvæmt viðtengdri frétt. Annað er óþarfi fyrir okkur að vita. Systurnar ætluðu að leika hákarl gagnvart SDG en reyndust lítið stærri en hornsíli. Þannig fer fyrir þeim sem ætla að múta en hafa ekkert fast í hendi. Fjárkúgun er ljótur leikur sem enginn ætti að stunda.
Tómas Ibsen Halldórsson, 7.4.2017 kl. 14:22
Þú ert sem sagt að hvetja þá sem verða fyrir fjárkúgun að borga frekar en að blanda lögreglunni í málið (fyrst þér finnst eðlilegt að það sem þær hótuðu að yrði gert ef ekki yrði borgað verði gert).
ls (IP-tala skráð) 7.4.2017 kl. 14:38
Is, þú snýrð öllu á hvolf. Ég veit ekki hvernig þú færð þessa niðurstöðu. Ég sagði að það væri áhugavert að fá fram ávirðingu á hendur Sigmundi sem leiddu til fjárkúgunarinnar, sem Tómas hefur að hluta upplýst
Hæpið fyrir mig að eiga orðastað við þig, því þu felur þig.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 7.4.2017 kl. 15:14
Þú vilt semsagt fá fram meintar ávirðingar sem þær hótuðu að birta ef hann borgaði ekki.
ls (IP-tala skráð) 7.4.2017 kl. 15:25
Tómas gerir það ekki Þorsteinn, ég hafði heldur ekki grænan grun,sem hann upplýsir hér samkvæmt fréttum.
Helga Kristjánsdóttir, 7.4.2017 kl. 15:33
Is, þeir sem fela sig og ganga með veggjum eru aumingjar að mínu mati. Þú leggur mér eitthvað til sem allir sjá að er bara vitleysa. Ég vil að það væri upplýst þesi tengsl Sigmundar sem fjárkúgunin er reist á, en það er auðvita ekki hlutverk saksóknara að standa í því, heldur heimur frjálsra blaðamennsku.
Fjárhagsmálefni Vefpressunar er þetta of flókið.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 7.4.2017 kl. 15:34
Gott þegar allir sjá!
Helga Kristjánsdóttir, 7.4.2017 kl. 18:14
Þú gleymir einni mikilvægustu staðreyndinni í málinu, Þorsteinn.
SDG ákærði ekki þessi svikakvendi. Hann fékk mútubréfi hendur frá þeim og afhenti það strax lögreglu. Eftir það hafði hann engin afskipti af málinu.
Ef einhver grundvöllur var fyrir mútubréfinu og SDG hafi eitthvað að fela, er víst að hann hefði frekar greitt þeim þá peninga sem farið var fram á, frekar en að afhenda lögreglunni bréfið, sem hugsanlega gæti leitt fram það sem hann var sagður fela.
Málið er einfalt, þessi svikakvendi fóru af stað með mál byggt á sögusögnum og nóg er af þeim.
Á því féllu þær.
Menn geta svo deilt um hvort þriggja mánaða fangelsisvist telst næg refsing fyrir svona viðstyggilegan glæp.
Gunnar Heiðarsson, 8.4.2017 kl. 08:56
Þakka þér þessa skýringu Gunnar. En er ekki allt sem sýnist í þessu máli? Eg ef efast um það.
Ná vera að þetta sé rétt hjá þér. En með því að vísa málinu til lögreglu er væntanlega ætlunin að gera ,, svikakvendin" hræddar þannig þær aðhafist ekkert, enda hefur ekki verið neitt fjallað um ávirðingar þær sem fólust í meintum afskiptum eða hvað það nú var að Vefpressunni ehf. Auðvitað hefur SDG talið sig geta staðið af sér slíka ávirðingu upp að markaðsvirði 7,5 milljónir. hann hefði klórað sig framm úr því kallinn.
Þá er hinn handleggurinn eftir. Af hverju er ekki kært í stóra mútumálinu? Þar hefur auðvitað ekki verið neitt bréf? En af hverju ekki? Allt er þetta mjög óljóst eins og allt sem tengist Framsókn.
Svo getur maður ekki lengur farið í leikhús nema vera minntur á svik. Samanber leiksýninguna Elly. Þar kom það fram að listamennirnir höfðu ekki fengið borgað í marga mánuði í Klúbbnum.
Fyrir hvað varð Klúbburinn frægur og hverjir stjórnaðuðu þar?
Mitt mat er að það, að ríkissaksóknari eigi að taka upp stóramútumálð sem fv. forsætisráðherra hefur opnað á og leiða það til lykta. Það er ekki bjóðandi upp á það að okkur Íslendingum sé mútað og hótað með þessum hætti.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 8.4.2017 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.