Þurr jarðvegur í olíubaði er slæm blanda

Gamlar vélar sem hafa verið notaðar í jarðvinnslu og eru farna að leka hráolíu eru eldsmatur.

Ef einhverstaðar er útleiðsla eða aðgangur að hita við slíkar aðstæður kviknar fljótt í og vélinn verður eldhaf á svipstundu og brennur og eyðilegst.

Til að koma í veg fyrir svona óhöpp þarf að þvo vélar með háþrýstidælu og losa vélina við alla mold.

Þessar aðstæður voru gömlu jarðýtustjórum kunnar hér fyrr á öldinnu og voru þeir oft á varðbergi fyrir því að ekki kviknaði í jarðýtum og skurðgröfum.

Litlar rannsóknir eru til held ég um umhirðu á búvélum og misjafnt eftir bændum hvernig haldið er utan um slíka hluti.

Bygging á vélageymslum og aðstæðum til þess að sinna viðhaldi hefur oft setið á hakanum, enda öll orkan og fjármunir farið í að byggja gripahús og auka ræktun.

Oft má sjá það þegar litið er heim á bæina hvaða kúltur ríki í þeim efnum.


mbl.is „Þetta varð ofboðslegur reykur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband