Eftir útihátíðir hefur fréttaflutningur oft verið á skakk og skjön. Oft eru fréttir einhvern vegin svona : Helgin fór að mestu vel fram, en nokkrar nauðganir hafa verið kærðar. Maður braut nef á öðrum og er í haldi lögreglu nokkrir voru teknir fyrir ölvunarakstur. En að öðruleit gekk þetta vel.
Það hefur nefnilega tíðkast að reyna halda einhverjum glansbrag á þessum útihátíðum til að halda verndarhendi yfir áfengisdrykkjunni og viðkomandi plássum, því þar býr gott fólk með góða kvótastöðu og skaffar gjaldeyrir.
Í þesu tilfelli sem í fréttinni greinir frá hefur konan að því virðist tekið ákvörðun um að fara fækka fötum og klæða sig úr brókinni til hagræðis.
Síðan er dyravörðurinn barinn þegar hann fer að sinna sínu starfi.
Ólafur Thors sagði á þingmálafundi á Álftanesi fyrripart síðustu aldar, þegar móðuramma mín spurði út í áfengismálin. ,,Íslendingar drekka illa, Íslendingar drekka mjög illa."
Við erum alltaf að halda hlífðarskyldi yfir áfengisdrykkju.
Ég átti þess kost vegna starfa minna hér fyrr á árum að fara niður í miðbæ Reykjavíkur snemma morguns. Það var ófögur sjón að sjá útganginn á borginni. Glerbrot og tómar dósir og hlandfýluna og dauðdrukkið fólk að atast í lögregluþjónum við störf sín. Þetta er nú ekki par fögur mynd til að sýna ferðamönnum mynd af Íslendingum. Það spyrst út.
Einhverju sinni heyrði ég það að Lögreglan hefði fengið erlenda sérfræðinga til að ráðleggja hvað ætti að gera til að stemma stigu við þessari ómenningu sem fer fram í miðborg Reykjavíkur um helgar og útihátíðum. Og mér skilst að svarið hafi verið að fá slökkvuliðið og smúla mannskapinn til að dreifa honum.
Hættum að draga upp glansmynd af afengisdrykkju og segjum bara eins og er. Fólk missir stjórn á eigin lífi ef drykkjan verður mikil og konur afklæða sig á almannafæri o.s.frv.
Afklæddist og hótaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 24.2.2017 | 09:51 (breytt 27.11.2017 kl. 11:27) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og þetta vill yngri kynslóð sjálfstæðisþingmanna innleiða í matvöruverslanir, ekki batnar böl Bjarna við það.
Hjörtur Herbertsson, 24.2.2017 kl. 13:39
Erlendis sést aldrei vín á nokkrum manni, ekki einu sinni um helgar,nema finnum og íslendingum.
Hvers vegna?
valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 24.2.2017 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.