Hætt við að aukið aðgengi bitni á börnum

Margir eru veikir fyrir víni eins og kallað er. Ef það er innan seilingar er það tekið. Þar af leiðir að sjúkdómurinn alkóhólismi mun grassera eins og ,,svartidauði" eða viðlíka plága og fleiri og fleiri liggja í valnum og kallað verður eftir auknu fjárveitingu í meðferðastarf. Þeir sem grípa áfengi í matvörubúðum eru langflestir að koma úr vinnu eða á leið heim að sinna börnum í frístundastarfi og heima fyrir eins og þeir hafa gert. Eiga gæðastund með bönunum. 

En nú breytist staðan. Þeir sem komast af við áfengið munu ef til vill bjargast. En þeir sem eru genatískt alkar munu nú sí og æ fara að auka neysluna. Hugsa um áfengið, en vanrækja börnin. Börn og áfengi eiga ekki saman. Um það geta fjölmargir vitnað.

Held að þetta kerfi sem við búum við dugi ágætlega og allir geti nálgast áfengi til þeirr drykkju sem þeir áætli og þurfi ekki að hafa það í mjólkurkælinum.

Fjölmargir fagaðilar úr heilbrigðisstétt hafa aðvarað við því að auka aðgengi að áfengi, og væri rétt og skilt að taka mark á því.

Það eina sem þjóðin fær  er að hún lepur dauðann (svartadauða) úr skel og missir stjórn á eigin lífi.

Amen eftir efninu.

 


mbl.is Afnám einkaleyfis en ekki aukið aðgengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband