Fór að sjá myndina Fjallkóngar í Háskólabíói sem þar er sýnd um þessar mundir í leikstjórn Guðmundar Bergkvist.
Ég er algerlega sammála umsögn og umfjöllun Tómasar Valgeirssonar í Fréttablaðinu mánudaginn 16. jan. s.l og myndin sem slík alveg skínandi góð í fallegri náttúru og glaðsinna fólk.
En ætla að setja samt nokkra punkta með fyrirvara um að svona myndir geta verið mismunandi eftir á hvaða mennigarsvæði þær eru teknar, og kulturinn er vitaskuld misjafn.
Mér fannst myndin svolítð sundurlaus með söguþráð. Farið var úr senum af smalamennskum og í heyskap og skepnuhirðingu með engum fyrirvara. Allt í einu var komin snjór og vetur, það hefði mátt eiga sér lengri aðdraganda og þar hefði sögumaður getað leikið hlutverk að segja þegar bændu væru að hýsa fé og gefa því. Svo voru menn allt í einu komnir í fjós og farnir að mjólka, án þess að nokkur maður ræki fé sitt heim. Þó þar geti verið að menn yfirleitt aki því á vögnum heim. Mikið var gert úr samstöðu, svo fær fjallkóngur allt í einu uppsagnarbréf og það lítið útskýrt hverjar ávirðingar séu og maður skilinn eftir í lausu lofti með málið.
Menningarheimar svona gangna er vitaskuld ólíkir eftir landshlutum, en ég er hræddur um að Húnvetningum og Skagfirðingum hefði nú þótt gangnasöngurinn heldur daufur, en sjálfur er maður alinn upp við kraftmikinn söng í göngum sem hljómaði í röddum sem hefði sómt sér í Hörpu og hefði engin þurft að bera kinnroða fyrir þeim söng. Það var t.d. engin stemma tekinn þarna sem er nú klassískur rétta og gangna söngur.
Þá eru það aðferðir og vinnutilhögun við smalamennskur. Þetta land er snúið að smala, en ég hef farið í hestaferð um það all nokkuð. Þarna sást enginn hestur aðeins fjórhjól og bílar. Ekki fannst mér mikill sjarmi yfir því. Ekkert er glæsilegra en hress gangnamaður velríðandi með góðan hund og fleygin á lofti.
Að öllu virtu er mismunurinn sem ég sé væntanlega vegn þess að ég ber þetta saman við það svæði sem ég er komin af. Fór fyrst í göngur 1960 á Auðkúluheiði í A-Hún og þá á dráttarhesti einhesta og dugði vel.
Ég hvet alla til að sjá þessa mynd, það er vissulega stuð og skemmtileg upprifjun fyrir alla sem haf gaman af brasi, fjórhjólum, fjallgöngum og íslenskri nátúru.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 18.1.2017 | 21:37 (breytt 19.1.2017 kl. 10:39) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.