Góður kostur fyrir bændur prjónakonur og gamla hippa.

Það er ánægjulegt hversu mikil gróska er í framboðsmálum til embættis forseta Íslands og margir að gefi kost á sér. Það gerir það að verkum að engin markhópur ætti að þykja sinn hlutur borinn fyrir borð.

Heimir kynnir sig til leiks í íslenskri lopapeysu og ættu bændur þar með að fá eitthað til að hugsa um að því gefnu að Hannes Bjarnason frá Eyhildarholti í Skagafirði fari ekki fram.

Prjónakonur geta verið stoltar af Heimi og fá þarna ókeypis auglýsingu fyrir vöru sína og list.

Íslenskir hippar voru hér á árum áður hrifnir af lopapeysunni og töldu sig betra fólk þegar í hana væri komið.

Úrvalið í frambjóðendaflórunni er nú þegar orðið ærið og verður vandi að velja sinn mann.

Áhugavert væri að einhver tæki sig til og hugsaði upp einhverskonar punktakerfi  sem einfaldaði það fyrir kjósendu hversu hæfir forsetaframbjóðendur væru til að gegna stöðunni.

Svona almenna hæfileika um málfar og framkomu, mennun og reynslu sem nýtast mætti í starfi, einskonar hrúta- og gimbraskrá  (þið fyrirgefið gott fólk einu sinni bóndi alltaf bóndi, þannig hugsar maður). Það mundi bægja frá kjósendum kvíða á kjördegi sem gæti skotið upp kollinum á þeim degi ef ekkert verður að gert.


mbl.is Heimir Örn boðar forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Áhugavert væri að einhver tæki sig til og hugsaði upp einhverskonar punktakerfi  sem einfaldaði það fyrir kjósendu hversu hæfir forsetaframbjóðendur væru til að gegna stöðunni."

Góð hugmynd. Hvenær ætlarðu að ráðast í þetta verkefni?

Guðmundur Ásgeirsson, 4.3.2016 kl. 13:48

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það er nú ekki ákveðið, enda málið viðkvæmt og þyrfti sennilega að fá úrskurð frá Persónuvernd. Sennilega er ég ekki rétti maðurinn í þetta. Málið er vandmeðfarið á alla kanta og maður yrði kærður  ef maður færi eitthvað að hreyfa sig. það er helst þessar skoðanakannanir sem gilda. Hægt að kaupa eina spurningu fyrir 50 þús. hjá slíkum fyrirtækjum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 4.3.2016 kl. 14:25

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sál hvers og eins er réttskipuð áhöfn hvers frjálst réttindafædds einstaklings á jörðinni.

"Ekki skal sálardeyða mann, hér á jörðinni".

Fötin skapa einungis vernd fyrir kulda og nekt. Flestir vita það á árinu 2016.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.3.2016 kl. 18:32

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Finnst Heimir Örn vera frambærilegast frambjóðandinn enn sem komið er. Þetta er að sjálfsögðu mín persónulega skoðun og mitt mat og ég byggi þetta ekki á neinu punktakerfi.Það eru sennilega jafn skiptar skoðanir á frambjóðendum eins og höfðatala þjóðarinnar er enda kominn hálfur annar haugur af frambjóðendum.

Jósef Smári Ásmundsson, 6.3.2016 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband