Eitt sinn bjó maður að nafni Sigurður Magnússon á Syðri-Löngumýri í Blöndudal fyrir 1945. Hann var lengi innheimtumaður hjá Ríkisútvarpinu efti búskaparlok.
Þeir áttust stundum við á Löngumýrunum Björn Pálsson og Siggi en báðir gátu verið hrekkjóttir.
Eitt vorið drapst töluvert af lömbum um sauðburð hjá Sigga á Syðri-Mýrinni. Hann hafði þann háttinn á að marka þau undir mark Björns og dró þau svo yfir til karlsins og skildi þau eftir þar.
Síðan fundu menn þessi lömb og drógu þau heim til bæjar að venja undir en skildu ekkert í því að þeir fundu aldrei mæðurnar og engin ær virtist hafa tapað lambi. Þetta þótti allt mjög dularfullt mál og vafðist fyrir Ytri-Mýrarmönnum um langahríð.
Björn var mjög skaðasár eins og allir almennilegir bændur eiga að vera og hvað upp þann úrskurð að sennilega væru þetta allt tvílembingar því ærnar jörmuðu ekki þar sem talið væri að þær héldu öðru lambinu og var nú allt kyrrt um sinn.
Þetta var nú meiriháttar hrekkur og þetta sagði mér Hannes á Auðkúlu sem fylgdist með öllum skemmtilegum málum í sveitinni.
Hrekkjavakan á börum bæjarins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 1.11.2015 | 13:04 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 3
- Sl. sólarhring: 342
- Sl. viku: 489
- Frá upphafi: 573826
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 440
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Smá hugsanavilla hjá mér heldur hjákátleg. Menn venja náttúrlega ekki dauð lömb undir , heldur nota skinnið til að klæða annað lamb í en til þess þarf að finna á sem hefur misst sitt lamb. Þetta er svona svipað og hjá Páli Zópóníassyni þegar hann sagði.,, Bændur ættu aldrei að setja á lömb undan ám sem drepa undan sér á vorin."
Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.11.2015 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.