Stjórnarskráin mælir ekki fyrir um það að við höfum varaforseta sem er mjög bagalegt og í raun einkennilegt. Í öllum félögum eru varamenn. Þess vegan getur það veri býsna klógt að breyta á þann veg að hægt sé að kjósa varaforseta núna og þá þarf ekki lengur að vera velta þessu framm og aftur hvort Ólafur ætli að fara eða vera.
Hann getur þá bara farið þegar hann vill og varaforsetinn tekur þá bara við. Þess vegna á miðju kjörtímabili eins og íað var að síðast. Þetta er einfalt og öllum mönnum auðskilið og sennilega besta lausnin að kjósa varaforseta.
Þetta hefur verið mjög oft uppi hjá Framsóknarmönnum að þeir hafa ekki getað slitið sig frá umstangi og verkum og hafa setið lon og don á jörðum og í embættum. Þetta var þekkt til sveita hér á árum áður, menn gátu ekki hætt að búa t.d. Nágranni minn einn fór vestur í dali og lét slátra sér þar á flokksþingi. Það var karlmannlegt að lenda í bardaga á slóðum Sturlungu.
Veit um dæmi, nefni engin nöfn, að bóndi sem var hættur að búa kom til Reykjavíkur og lenti í hringtorgi til vesturs og ók út úr því til austurs og var kominn fyrr en varir heim í sveitina að því hann gat ekki hætt. Hringtorg eru varasöm.
Annar sem var kominn á elliheimili á Blönduósi gekk alltaf upp á hæðina fyrir ofan þorpið og horfði fram til Vatnsdals slík var þráin eftir sveitinni.
Þetta gæti gerst með Ólaf. Hann gæti skrafað eitthvað við þjóðina um jólinn um að hætta svo væri hann allt í einu kominn í hringtorg, og hvað þá?
Tilkynnir um framboð í nýársávarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 11.10.2015 | 14:03 | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 27
- Sl. sólarhring: 475
- Sl. viku: 1285
- Frá upphafi: 570591
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 1142
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fráleit var tillaga "stjórnlagaráðs" (sem til var stofnað með ólögmætum hætti) í 82. grein þess um varaforseta. Hann er þar reyndar kallaður "staðgengill". Þar segir: "Geti forseti Íslands ekki gegnt störfum um sinn vegna heilsufars eða af öðrum ástæðum fer forseti Alþingis með forsetavald á neðan."
En með þessu er ríkjandi stjórnarmeirihluta gefið alræðisvald um löggjöfina, hvað sem stjórnarflokkunum sýnist tækifæri til að skella í gegnum þingið í skyndingu, meðan forsetinn er erlendis og engin hætta á, að hann vísi fráleitu lagafrumvarpi í þjóðaratkvæði. Miklu betra fyrirkomulag er, að forseti Hæstaréttar Íslands sé einn þriggja staðgengla forsetans -- hinir staðgenglarnir myndu naumast voga sér að gera ágreining við hann opinberan. Horfandi fram á þetta myndu stjórnarflokkarnir ekki leyfa sér jafn-ófyrirleitna löggjöf og ella. En með einn "varaforseta" geta þeir svínað á þjóðina!
Jón Valur Jensson, 12.10.2015 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.