Í gamla daga var sími til sveita þannig úr garði gerður að allir gátu hlustað á alla og allt var gegnsætt. Þegar hringt var heyrðist þegar fólk lyfti símtólunum til að hlusta.
Sumir hópar komu sér upp sérstöku rósamáli sem þeir töluðu sín á milli sem aðriðr fóru svo að geta ráðið í með tímanum.
Í minni heimasveit, Svínavatns og Torfalækjarhreppum var svoleiðis sími þegar Blöndudeilan geisaði.
Þar var deilt um land sem undir lón skildi fara og stærð þess. Að mínu mati var því ekki náð að reka Bköndudeiluna sem almennt náttúruverndarmál, frekar svona um hagsmuni um bithaga, fóðureiningar og bætur í formi raforku á hverja bújörð, sem aldrei náði fram að ganga.
Svo var lagður sími í sveitirnar og þá gat fólk farið að tala saman án þess að vera hrætt um það að einhver væri að hlusta á það sem sagt var. Þetta tel ég að hafi verið ein ástæða m.a. að hægt var að koma virkjunni á koppinn að allir gátu talað hindrunarlast saman.
Það lág engin á línunni.
Svo var það að meiri hluti hreppsnefndar vildi gera eitthvað í málinu og var með tillögu í smíðum sem átti að afgreiða á hreppsnefndarfundi. Það vildi oddvitinn ekki gera. Hann var þá sendur í kaffi framm í eldhús og meirihlutinn afgreiddi sína tillögu. Þetta olli uppnámi í sveitinni og var þá hringt og boðað til sveitafundar, því oddvitinn hefur skynjað það að hann hefði meirihluta hjá íbúum hvort sem hann færi í kaffi eða ekki.
Þessi sveitarfundur var eftirminnilegur fyrir þær sakir að sveitinn þverklofnaði og hafði oddviti sinn meirihluta tiltækan til að hans tillaga var samþykkt.
Þegar ég kom á þennan sveitarfund varð mér verulega hverft við því önnur sveitin sat vinstra meginn en þeir sem voru samþykkir að fylgja eftir tillögu meirihluta hreppsnefndar sátu hægra megin. Ég sá hvergi pláss fyrir mig, en einn stóll var laus í miðjunni og settist ég á hann. Þá var horft á mig úr báðum fylkingum og sá ég að mér bæri að vera í annarri hvorri fylkingunni, annað væri ekki við hæfi. Færði ég mig þá til Leifa gamla í Sólheimum og sat þar um stund uns ég var beðin um að vera varafundarstjóri.
Á fundinum urðu töluverðar róstur og frammíköll og var ég eitthvað að segja fundarstjóra að við þyrftum að stoppa þetta og hafa stjórn á fundinum. Hann hélt nú ekki og ég hefði nú ekki verið settur í þetta embætti til að vera með einhverja íhlutun um fundinn. Og hélt ég því kyrru fyrir til loka fundarins.
Þegar fundinum var lokið stóð Leifi í Sólheimun upp og sagði að við yrðum að halda áfram að búa saman í hreppnum og stakk upp á því að sungið yrði ,,Blessuð sértu sveitin" mín, eins og títt er í útföförum til sveita og hóf að syngja með sérkennilegri skjálfandi röddu. Daufar voru undirtektir en virkjunarsinnar fóru að taka undir, en hinir þögðu framm í mitt lag en tóku þá þokkalega undir.
Síðan hefur Blönduvirkjun skilað sínu afli til landsmanna og er eina af traustustu vatnsaflsvirkjunum landsins sem ekki er á virku jarskjálftasvæði.
Það er engum vafa undirorpið að mikið svæði sem undir lón Blönduvirkjunar fór, var verðmætt frá umhverfisverndarsjónarmiði, svo sem falleg lækjarkerfi með lontum, búsvæði fugla t.d. rjúpu og andategunda og mest sá ég eftir Fiskilæknum sem rann milli Friðmundavatns og Gilsárvatns. Á móti kom að Blanda er nú ekki eins gruggug og áður og ágæt veiði á. Flóðin eru hætt í henni sem gera það mögulegt að taka landi til nytja á láglendi Langadals, en þar er nú stunduð kornrækt sem ekki var áður hægt og viðfem rækarlönd blasa við beggja veggna árinnar.
Þessi deila kenndi mér að bera virðingu fyrir sjónarmiðum umhverfisverndarfólks því þeir vinna gott starf, en þetta er alltaf spurning hvar á að draga línu og hvernig á að nota land.
Hringdu strax daginn eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.7.2015 | 10:27 (breytt kl. 10:42) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 1
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 573254
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.