,,Við borgum ekki skuldir óreiðumanna"

Breska þinghúsisð,, Við borgum ekki skuldir óreiðumanna", sagði Davíð Oddsson.

Vonandi er þessu máli lokið, þó ég hafi það á tilfinningunni að því sé ekki lokið.

Bæði er það að Hollendingar og Bretar ábyrgðustu og borguðu sparifjáreigendum miklu meira en innistæðutryggingin kvað á um (20 þús evrur).  Og verða nú ekki kátir með að sitja uppi með það.

Hvort þeir reyni að draga stjórnendur Landsbankans fyrir dómsstóla til ábyrgðar fyrir að hafa sogað sparifé þegna bresku krúnunnar til sín er ekki gott að segja til um.

Hlutafélagslöggjöf og bankalöggjöf þarf að endurmeta. Sparifjáreigendur hafa frekar fé sitt undir koddanum eða í læstum hirslu fremur að að fela það óreiðumönnum til varðveislu.

Svo er hin pólitíska hlið eftir  og hvernig þróast hún í framtíðinni milli landanna?

Það er spurningin?


mbl.is Ísland vann Icesave-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Almenningur á Bretlandseyjum er mjög ánægður með niðurstöður EFTA dómsstólsins.

Það eru helzt stjórnmálamenn og auðmanna elítan í þessum löndum sem eru ekki ánægðir með niðurstöðu EFTA, af því að nú geta þeir ekki mjólkað almenning fyrir fjármálaóreiðu einkafyrirtækja.

Kominn tími til að stoppa þessa þjófa á almannafé.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 29.1.2013 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband