,,Bjarni gaf lítið fyrir svör Guðbjarts og sagði að enn kæmi engin skýr svör um það hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera í málinu. Sagðist hann telja að í því kristallaðist vandi sem ríkisstjórnin gæti ekki leyst. Ef standa ætti undir þeim væntingum sem fólk gerði til velferðarkerfisins væri ekki hægt að fylgja þeirri efnahagsstefnu sem fylgt hefði verið með sífelldum skattahækkunum og minni fjárfestingum."
Í þessum ummælum Bjarna felst mikil þversögn. Ekki er hægt að auka útgjöld velferðarkerfisins nema afla fjár til þess og það er gert með sköttum.
Fjárfestingar leiða ekki endilega til betra efnahagslífs, ef fjárfestingin fer í eintóma vitleysu og gefur ekkert af sér.
Hægt er að auka framleiðslu og verðmætasköpun án þess að endilega að auka fjárfestingu. Það er gert með því að nýta betur það sem fyrir er. Dæmi; góður bóndi getur aukið heyfeng sinn með endurræktun gamalla túna.
Aftur á móti er erfitt fyrir efnahagslífið og ríkissjóð þegar hann er að selja framleiðslufyrirtæki eins og t.d Sementsverksmiðju ríkisins og andvirðri er ekki greitt og ríkissjóður verður af söluandvirðinu og líka framleiðslutækinu.
Þetta þurfa þeir Bjarni og Sigmundur Davíð að velta fyrir sér og ræða í sínum flokkum.
Vandi sem stjórnin gæti ekki leyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.12.2012 | 16:34 | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 49
- Sl. sólarhring: 481
- Sl. viku: 1307
- Frá upphafi: 570613
Annað
- Innlit í dag: 43
- Innlit sl. viku: 1162
- Gestir í dag: 42
- IP-tölur í dag: 42
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn réri því öllum árum að einkavæða sem mest og einnig heilbrigðiskerfið. Var ekki Vífilsstaðaspítali lagður niður sem liður í þeim áformum?
Þá stóð til að byggja stóran einkarekinn spítala í Mosfellsbæ en ekki fer neinum sögum af þeim áformum. Og ekki má gleyma dekurverkefni Guðlaugs Þórs stórbraskara og fl.: Hátæknisjúkrahús!!!
Þegar ekki tekst að reka lágtæknihús hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að byggja og reka hátæknisjúkrahús. Símpeningarnir sem áttu að verja í bygginguna hurfa í höndum braskliðs Framsóknar og Sjálfstæðismanna.
Guðjón Sigþór Jensson, 5.12.2012 kl. 16:51
Ekki skal lasta þegar forráðamenn stjórnarandstöðunnar kalla eftir áætlunum og hvað ríkisstjórnin ætlist fyrir í hinum ýmsu málum. Ekki væri þó síðara ef þeir leggðu sín ráð á borðið henni til aðstoðar og almenningi til hagsbóta, ef tileru. Fólk er löngu búið að fá nóg af glamri og kjafthætti , mál standa þannig að við verðum öll að leggja hönd á plóg ef vel á að fara.
Jónas S Ástráðsson, 5.12.2012 kl. 17:40
Á Landspítalanum eru fyrsta flokks hjúkrunarfræðinga og ummönnum sjúklinga með glæsibrag. Það hef ég reynt á eigin skinni í sumar.
Það sem hefur vakið úlfúð er fljótfærnisleg málsmeðfer á kauphækkun forstjóra spítalans, sem var að vísu ekki kauphækkun heldur var verið að greiða fyrir vinnu sem hann vann án umbununar eftir því sem best er vitað. Hann lét að því liggja að fara og ráherran óttaðist að missa hæfan starfskraft og samdi við forstjóran. En málið snéri að sjálfsögðu að öðrum starfsmönnu og í því liggur vandinn og hjúkrunarfræðingum svíður þetta.
Nú hefur kaupauki forstjóra verið afturkallaður, en hjúkrunarfræðingar telja sig vanhaldna í launum - en hver er það ekki?
Þorsteinn H. Gunnarsson, 5.12.2012 kl. 18:02
Er endilega víst að einkarekið heilbrigðiskerfi sé eitthvað verra en illa rekið heilbrigðiskerfi?
N.B. Sjúkrahúsið sem rísa á í Mosó átti að taka biðlistana af hinum norðurlöndunum þar sem að sakir slakrar krónu myndi kostnaður við slíkt vera lægri hér á landi en víða annarsstaðar.
Sama æti reyndar að ath í fullri alvöru með ríkið, þ.e.a.s. að ráða stjórn (eins og í fyrirtæki) opg reka okkur eftir efnum en ekki endalausri lántöku og takmarkalausu bruðli.
Óskar Guðmundsson, 5.12.2012 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.