,, Sagði Sigmundur að stjórninni hefði ekki tekist að nýta þá einstöku möguleika sem Íslendingar höfðu til að vinna á skuldavandanum og eyða kreppunni við upphaf kjörtímabilsins.Segir í fréttinni.
Ja heyr á endemi.
Að maður sem telur sig fullgildur stjórnmálaforingi skuli láta þetta út úr.
Staðreyndir málsins er að við upphaf stjórnartíðar ríkistjórnarinnar var sú að allar lánalínur lokuðust og fyrirgreiðsla um lán til að standa í skilum var ekki fyrir hendi.
Gjaldeyrisvarasjóður þjóðarinnar var uppurinn.
Hér blasti jafnvel við að landsmenn hefðu ekki aðföng svo sem eldsneyti, fóðurbætir eða lyf fyrir sjúka.
Og hvaða einstöku möguleikar voru þetta sem landsmenn höfðu?
Og um skuldavandan má benda á að ríkisstjórn er bundin því að fara eftir stjórnarskrá og getur ekki bara keypt sér strokleður og strokað skuldir út eftir pöntun.
En það eru erfiðleikar hjá okkur framundan. Það er engin spurning.
En svona málflutningi Framsóknarforingjans er algerlega vísað ábug.
Skuldir þjóðarbúsins hafa aukist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 17.11.2012 | 17:17 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 2
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 1266
- Frá upphafi: 566783
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1150
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Framsóknarforinginn mætti líka minnast þess að hann og restin af stjórnarandstöðunni hafa ekki beinlínis lagst á árarnar með stjórninni.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.11.2012 kl. 17:32
Þetta er með eindæmun ósvífin málflutningur hjá formanninu að þegar allt var komið hér í kaldakol og þjóðarskútan strönduð þá er það kallað:
,,Einstakt tækifæri". Ég segin nú bara böööööööö.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 17.11.2012 kl. 23:10
Því miður hefur SDG rétt fyrir sér. kv. ÞÞ
ÞÞ (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 01:45
Bíddu nú við, hvernig gátu "allar lánalínur" til að fjármagna bullandi hallarekstur ríkissjóðs verið "lokaðar", en ríkisstjórnin samt búin að moka ríkissjóði í fleiri hundruð milljarða skuldaholu?
Skuldasöfnun núverandi ríkisstjórnar er á ábyrgð... núverandi ríkisstjórnar! Hún tók við eftir hrun, og mokaði Íslandi enn dýpra.
Til einföldunar mætti segja að Sjálfstæðisflokkurinn beri ábyrgð á því að hafa látið ríkisvaldið vaxa of mikið í 10 ár á undan hruni, en að Samfylkingin eigi restina, þ.e. íbúðarlánabóluna, núverandi hallarekstur og skuldir, og hnignandi hagkerfi seinustu 4 ár.
Geir Ágústsson, 18.11.2012 kl. 10:24
Í ljósi þeirar umræðu sem hér hefur verið get ég ekki orða bundist um minnisleysi manna. Það var í stjórnartíð Sjálfstæðis og Framsóknar sem útrásarvíkingarnir fengu að ráða hér ferðinni. Það voru frjálshyggjuöflinni innan þessara flokka sem réðu því að þessum mönnum voru afhentir bankarnir á silfurfati sem þeir blóðmjólkuðu síðan í eigin hagsmuna skyni. Ef það eru einhver stjórnvöld sem bera ábyrgð á okkar stöðu í dag þá er það stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna.
Þau stjórnvöld sem nú eru að moka okkur úr þeim vanda sem skapaðist fyrir 2008 eiga virðingu okkar skilið fyrir dugnað og ósérhlífni sína. Það er ekki þeirra sök sem nú vinna hörðum höndum að því að ná samfélaginu i gang aftur hvernig önnur stjórnvöld höguðu sér. Enda vöruðu margir stjórnmálamenn innan þeirra raða við þessum gjörningi.
Ef við tökum dæmi. Þú færð ónýtt hús í hendurnar þá er það ekki þín sök að það er ónýtt, það er fyrri eigenda. Þú hefur aftur á móti tekið það að þér að byggja það upp á nýtt og það er vandasamt verk. Sumt gæti verið friðað og annað erfitt að fá efni í. Stjórnvöld verða að standa við ýmsa bindandi samninga og lög og útvega fjármagn, sem er mjög af skornum skammti. Sem er ekkert óeðlilegt hjá þjóð sem var "tæknilega gjaldþrota" fyrir 4 árum.
Vissulega er margt sem maður vildi að væri öðruvísi en miðað við fjölda jeppa á götunum, miðað við ferðalög landans, miðað við verslun bæði innanlands og erlendis er ekki hægt að sjá annað en að stærsti hluti þjóðarinnar hafi það ágætt.
Það er aftur á móti sá hópur sem hafði það erfitt fyrir hrun sem hefur dregist meira aftur úr og það er fókið sem þarf að hafa áhyggjur af. Sigmundur hefði frekar átt að tala um það fók og koma með raunhæfar tillögur um hvernig hægt er að hjálpa því fólki.
Best væri ef Sigmundur og aðrir stjórnarandstæðingar gætu unnið með ríkisstjórninni að bættum hag þjóðarinnar frekar en að eyða kröftum allra í að þrasa á þingi eingöngu, að því er virðist, vegna þess að þeir eru hræddir um að þjóðin muni eftir því í næstu kosningum hver ber stjórnmálalega ábyrgðina á hruninu.
Gulla
Inga Þórunn Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.