Ósanngjörn ummæli Hjörleifs

Ummæli Hjörleifs Guttormssonar hér í fréttinni eru mjög ósanngjörn í garð félaga sinna í VG.

Víst er að þessar samningsviðræður um ESB eru VG mjög erfiðar , en á það ber að líta að samið var um það að niðurstöður úr þeirri lotu eiga landsmenn að afgreiða í þjóðaratkvæðagreiðslu, þannig að það er ekki verið að taka réttinn af nokkrum manni eða konu. 

Vinstri grænir, fótgönguliðar, ráðherrar og alþingismenn þess flokks hafa lent í mjög sögulegum aðstæðum sem þeir hafa ekki sérstaklega beðið um.

Hér hrundi heilt bankakerfi.         Atvinnuvegirnir voru að stöðvast.

Gjaldeyrisvarasjóðurinn var tómur.     Enginn vildi lána okkur fjármuni.

             Útlit var fyrir að aðföng til landsins stöðvuðust.

Við þessar aðstæður fóru Vinstri grænir í vinnu- og björgunargallann og létu hendur standa fram úr ermum. Ekki gerðu frjálshyggjuöflin það eða einkaframtakið.

Sagan mun sýna að Vinstri grænir unnu þjóðarafrek að halda landinu og þjóðinni gangandi.

Hvort vildi Hjörleifur Guttormsson, glundroða og upplausn eða vinnandi menn við björgunarstörf? Mér finnst vanþakklæti felast í þessum ummælum Hjörleifs og lítils skilnings á því sem hér gerðist og það kemur mér á óvart af jafn greindum manni.


mbl.is Segir VG „ósjálfbært rekald“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú misskilur ummæli Hjörleifs. Hann er ekki að tala um einhver afrek. Hann er einfaldlega að tala um svik. VG komust í

ríkisstjórn vegna sinnar andstöðu við inngöngu í ESB. Flokkurinn hefur svikið alla sína stuðningmenn og fyrir stálheiðarlegann mann eins og Hjörleif, er það erfiður biti í háls.

Jú, VG er "ósjálfbært rekald".

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.11.2012 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband