Slúður um Alþingi Íslendinga

Nú er mjög móðins að tala niður til Alþingis og slúðra um meint virðingaleysi þess.

Ég sé ekki að það eigi við nein sérstök rök að styðjast nú frekar en áður. Alþingi hefur alltaf verið á milli tannana á fólki og verið umdeilt. Eðli máls hlýtur það að vera deginu ljósara að þar sem öll ágreinigsmál þjóðarinnar far í gegn með skipulögðum hætti í umræðum að sitt sýnist hverjum og allt orkar tvímælis þá gert er. Aðstæður þjóðarinnar nú, eru mjög erfiðar.

Kjörsókn hefur í gegn um tíðina verið góð í kosningum til Alþingis það bera tölur vitni um ef þær eru skoðaðar. Ekki getur það verið vantraust á þingið að kjósendur fara og greiða sínum kandidat atkvæði.

Þetta eru bara einhverjar kjaftakindur út í bæ sem eru að slúðra um þetta. Öfgamanneskjur sem eru með allt á hornum sér og sjá skrattann í hverju horni á Alþingi. Telja að viðkomandi geti komið einhverju höggi á stjórnarflokkana, en hafa ekki vit á að skilja að um leið eru þeir að berja á sínu eigin mönnum sem þeir kusu.

Færsluhöfundur hefur fylgst með umræðum og störfum Alþingis í 52 ár og getur ekki greint að þetta sé eitthvað öðru vísi nú en áður. Alþingismenn hafa alltaf haldið uppi einhverskonar málþófi og reist dyrakarma og þröskuldi til að tefja að mál næðu fram að ganga. Það hafa verið haldnar æsingræður og langlokur á Alþingi. Menn hafa oft verið hvassari en nú á tímum. 

Það eru einhverjir aðiljar út í bæ sem eru að basla við að koma svona umræðu af stað. Þar hefur forseti Íslands farið í fararbroddi við setningu Alþingi að gera mikið úr þessu. Eini sjáanlegi tilgangur er að beina umræðunni frá Hruninu og orsökum þess.

Það halda sumir nefnilega að betra sé að veifa röngu tré en aungvu.


mbl.is Reykjavíkurbréfið í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband