Þegar maður var í skóla hér í gamladaga þá var alltaf annaðslagið verið að rifja upp gamalt námsefni.
Nú er öldin önnur og verið að velta því fyrir sér hvað varð af eignum almennings og ýmissa hópa í þjóðfélaginu.
Sumir verða voða reiðir yfir þessu og telja þetta ekki ásættanlegt að vera í slíkri upprifjun.
Þegar Samband íslenskra samvinnufélaga SÍS fór í þrot varð það ekki gjaldþrota. Það var tekið yfir af Landsbankanum og hann stofnaði eignarhaldsfélag sem hét Hömlur, sem svo vélaði með það sem var eftir af fyrirtækjasamstæðunni.
Svo lentu þessi fyrirtæki í hendur örfárra manna og almenningur botnaði ekki neitt í neinu.
Þetta þarf allt að rifja upp og kafa oní og gera uppskátt. Færsluhöfundur er engin sérfræðingur í þessum málum.
En hann vill t.d fá að vita hvort eitthvað verði gert í í sambandi við málefni Samvinnutrygginga og síðar Giftar en þar átti færsluhöfundur réttindi vegna 47 ára hollustu við það fyrirtæki. Bæði með bílatrygginar og svo myndarlegan búrekstur í 23 ár og var talinn ,, góður rekstra maður" hvort heldur talið var í göngum og smalamennskum eða við almennan búrekstur.
Umfjöllun Teits eða upprifjun? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.9.2012 | 17:55 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 15
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 566936
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dreymdu ekki um það Þorsteinn. Finnur Ingólfsson og Þórólfur Gíslason, Framsóknarmenn með meiru, stálu öllu tryggingasjóð gömlu Samvinnutrygginga eins og hann lagði sig eða um 30 milljörðum króna. Og ekki nóg með það, þeir skuldsettu eða veðsettu sjóðin um aðra 30 milljarða, þannig að þegar til átti að taka og greiða okkur, eigendum út okkar fé, þá var sjóðurinn kominn úr + 30 milljarðar í - 30 milljarað eða 60 milljarða viðsnúningur, bara svona korteri fyrir útborgun til eigenda. Þessi mál hafa aldrei veirð rannsökuð, aldrei ákært ( því sannalega var þetta lögbrot) og ég hallast að því, því miður, að við fáum ekki að sjá svo mikið sem eina krónu af þessum peningum okkar aftur. En Finnur og Þórólfur munu sleppa, sannaðu til.
Johann (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 22:21
Mér skilst reyndar að Giftarmálið sé hjá dómstólunum og verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því. En peninga fáum við aungva út úr því. Þar er allt farið fjandans til. Og fyrir mér skiptir það ekki máli fjárhagslega.
Sem félaga í Samvinnuhreyfingunni hefði mér fundist það aftur á móti heiður að fá greiðslu vegna þessa máls sem staðfestingu að mál fari réttar boðleiðir.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 6.9.2012 kl. 08:06
Þegar stjórn Samvinnutrygginga ákvað að stofna Gift ehf bar þeim að kalla til hluthafafundar, því æðsta vald hvers hlutafélags er hluthafafundur, og stjórn Samvinnutrygginga var búin að gefa það út opinberlega að eigendur tryggingafélagsins væru tryggjendur Samvinnutrygginga.
Þannig að mín lögskýring er sú að það voru brotin lög þegar fjármagn var flutt úr sjóðum Giftar án þess að halda hluthafafund, sem kisi stjórn félagsins, og þessir herramenn eru að mínu mati persónulega ábyrgir fyrir þeim 30 miljörðum sem töpuðust.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.