Losa þarf þjóðvegina undan ágangi sauðfjár.

Borgfirðingar smala þjóðveg 1 og halda fénaði frá þjóðvegum. Borgfirðingar eru að standa sig í því að halda vegrollum frá þjóðvegum. Mér skilst að þeir fari með skipulögum hætti um þjóðvegi og komi vegarollum inn í næstu girðingu eða tún.

Hér áður fyrr gerðu ökumenn oft ráð fyrir því að get ekið þar sem fjárvon var á þjóðvegum og höfðu andvara á sé. Vegirnir voru þá miklu verri en nú, holóttir malarvegir þannig að hraðinn varð minni.

Nú er komin kynslóð sem gerir ráð fyrir því að vegirnir séu þannig að óhætt sé að aka þá án þess eiga von á kindahópum á vegum. Hámarshraði er 90 km/klst. Það segir sig sjálft að það er útilokað að verjast því að aka á kind á þeim hraða skjótist kind tilefnislaust úr leyni upp á þjóðveginn.

Í sumar fór síðuhaldari til Þingvalla og ók Mosfellsheiði. Þar var allt löðrandi í sauðfé bæði upp á vegi á og við vegkanta. Á veginum var töluverð umferð bæði hjólandi og akandi vegfarenda. Litlu mátti muna að þar yrði stórslys þegar ökumaður ósjálfrátt sveigði frá vegrollu og stefndi á hjólreiðarmann. Mátti í raun segja að vegurinn væri ófær vegna ónógs öryggis vegfarenda vegna aksturskilyrða.


mbl.is Bann við lausagöngu sauðfjár fátítt á landsvísu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband