5 kindur stukku í veg fyrir bíl gæti þessi fyrirsögn á fréttinni alt eins verið.
Nú ætla ég ekki að mæla því bót að að bílstjórinn hafi horfið af vettvangi. En hann gæti hafa verið í sjokki eftir þetta. Væntanlega hefur hann ekki gert sér grein fyrir því að þarna gætu leynst kindur, ekið á 90 km hraða og kindurnar stokkið skyndilega fyrir bílinn og búmms. Engar sérstakar merkingar hafa verið upp um að þarna væri von á kindahópum á lausagöngu.
Skoðum málið aðeins nánar.
Þegar Vegagerð ríkisins leggur vegi girðir hún vegina af, fjárheldri girðingu. Síðan eru engar lögformlegar reglur til um það hver á að halda girðingunni við eftir því sem ég held. Það hafur lagst á bændur að halda við veggirðingu og Vegagerðin leggur til efni í viðhaldið. Ekki veit ég hvort einhver samningur er til um þessa tilhögun. Úttektarmaður frá Vegagerðinn tekur svo þessar girðingar út að haust.
Vegagerðin greiðir bændum bætur vegna lands sem fer undir vegstæði, veg + 15-20 metra svæði hvoru megin við veginn svona nokkurskonar frísvæði. Þannig að Vegagerðinn er ekki eigandi að landinu undir vegamannvirkinn.
Þá er spurningin hver ber ábyrgða á því að sauðfé sé á vegum sem eru afgirtir. Samkvæmt núverandi tilhögun fellur tjónið alfarið á tryggingu bílsins. Bóndin fær sitt tjón bætt, en bíleigandi situr upp með tjónið á bifreiðinn. Hver á að sjá til þess að sauðfé sé ekki innan girðingar í vegstæðinu, bóndinn eða Vegagerðin?
Keyrði á kindur og stakk af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 19.8.2012 | 14:15 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 573262
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef þú keyrir yfir hamsturinn minn, hvor þarf að borga, ég sem eigandi eða þú sem bílstjóri? Er þetta fyrirkomulag einungis bundið við kindur eða þarf bílstjórinn í öllum tilvikum að bera tjón af yfirkeyrðum dýrum?
Steinn (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 19:20
Hamstrar eru yfirleitt inn í húsum og í búrum og hafa ekki verið vandamál í umferð.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 19.8.2012 kl. 19:53
Mér finnst þetta nú alveg borðleggjandi. Auðvita ber bóndinn ábyrgð á sínum búsmala, öllum saman, hvar sem hann er. Strangt til tekið, varðar það við lög um dýravernd, að eigandi dýra hleypi þeim inn á svæði eins og akvegi og aðra lífshættulega staði. Svo, ef bóndinn vill vera ábyrgur fyrir sínum búsmala, þá lagar hann girðingar svo gripunum stafi ekki hætta af. Þannig ætti ávalt að skilgreina þetta svo menn gætu hætt að rífast endalaust um hver eigi að borga hvað og hverra sé ábyrgðin. Það er nefninlega aumkunarvert þegar bændur koma fram í fjölmiðlum, oftast eftir eitthver svona slys og kenna Vegagerðinni um hvernig fór.
Bóndi (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 21:22
Tímabær og góð athugasemd.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.8.2012 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.