Ósigur forsetans

Fyrsta Icesavesamningur var hafnað af Bretum og Hollendingum vegna þess að Alþing Íslendinga gerð mjög sterka fyrirvara um greiðslur og málalyktir samningsloka og kom því aldrei til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Öðrum Icesavesamningnum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu með yfirgnævandi mun.

Þriðji Icesavesamningurinn var samþykktur með auknum meirihluta á Alþingi en hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu með 60 gegn 40 % ( eftir minni). Hann er nú fyrir dómstólum.

Forsetinn fær prik hjá mér fyrir að hafa notað málskotsréttinn. Álitamál var hvort rétt hafi verið að vísa þriðja samningnum í þjóðaratkvæði. Aðkoma forseta er aðeins úrskurðaratriði.

Um sjávarúvegsmálin er þetta að segja: Það eru áhöld um það hvort við séum að ná árangri í þeim efnum. Útvegurinn er skuldum vafinn. Mengun hamlar vexti fiskistofna á nokkrum stöðum í heiminum, en það á ekki við um okkar aðstæður.

Forsetateymið lagði af stað  í mjög óvanalega undirskriftarsöfnun sem á sér ekki hliðstæðu í íslenskri stjórnmálasögu og var að mínu mati mjög ósmekkleg gagnvart öðrum væntanlegum frambjóðendu. Ekki náðist sá árangu sem að var stefnt í þeirri herför.

Á fyrsta eða öðrum degi eftir að úrslit kosninga lágu fyrir hóf forseti miklar ræður og lýsti skoðunum sínum á ýmsum deilumálum í samfélagin. En svo þegar kærur fóru að berast Hæstarétti hljóðnaði mjög um ræðuhöld á Bessastöðum. Ástæðan að kjörbréfið var ekki fast í hendi.

Sú framganga forseta í öllum aðdraganda kosninga og í kosningunum sjálfum kemur ekki til með að dylja slóð hans í tengslum og samskiptum við úrtásarvíkinganna. Hún er bókfest í ævisögu forseta sem út kom 2008.

Forsetinn var kosinn með 84 þúsund atkvæðum en 236 þús voru á kjörskrá. Það kalla ég ósigur eftir 16 ára setu í embætti. Þjóðin stendur ekki að baki forseta. Þetta þarf að vera öllum ljóst.

Svo spyr ég að lokum hvernig á að vera hægt í framtíðinni að fá fram forsetaframbjóðanda með reynslu?

Ólafi Ragnari er óskað velfarnaðar í embætti.


mbl.is „Sigur lýðræðislegrar byltingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Gott er að síðuhafi er farinn að sætta sig við úrslit forsetakosningunar sem fór fram 30/6/12 og óskar ÓRG velfarnaðar. Svona eiga menn að gera í lýðræði, sætta sig við meirihluta þeirra sem fóru á kjörstað.

Svo er það náttúrulega út í hött að gera lítið úr meirihluta þeirra sem kusu. Ef þeir sem fóru ekki á kjörstað og vildu losna við ÓRG þá hefðu þeir áræðanlega farið á kjörstað og gert það.

En sem sagt; batnandi mönnum er bezt að lifa, og á síðuhafi ekkert nema hrós fyrir það.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 26.7.2012 kl. 11:50

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með Jóhanni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2012 kl. 14:35

3 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Ósigur forsetans? Hlýtur að vera prentvilla. Nú, ef ekki þá er rétt að benda síðuhafa á eftirfarandi staðreyndir, sem allar tala sínu máli:

 

(1) Ólafur hlaut 53% greiddra atkvæða eða hreinan meirihluta. Óhrekjanleg staðreynd.

 

(2) Munurinn á Ólafi og þeim frambjóðenda sem næstur kom í röðinni er tæp 20 prósentustig. Líka óhrekjanleg staðreynd.

 

3) Afgerandi og ótvíræður kosningasigur Ólafs krystallast sennilega best í því að til að fella Ólaf af stalli þurfti sá frambjóðandi sem kom næstur í röðinni að auka fylgi sitt um heil 60% eða því sem næst. Önnur óhrekjandi og afgerandi staðreynd.

 Annað sem síðuhafi mætti einnig velta fyrir sér, nefnilega þeirri staðreynd að þegar Vigdís var kjörinn forseti 1980 þá hlaut hún aðeins 43.000 atkvæði af 143.000 greiddum atkvæðum (33.8% greiddra atkvæða). Ekki var talað um að 100.000 Íslendingar hefðu greitt atkvæði "gegn" Vigdísi á þeim tíma, né að sigur hennar hefði verið óverðskuldaður. Menn einfaldlega fylktu liði bak við Vigdísi og studdu hana af heilum hug. Hún var forsetinn "okkar".

Jón Kristján Þorvarðarson, 26.7.2012 kl. 16:59

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

31 þús kjósendur voru í áskrift að forsetanum ( undirskriftirnar sem áttu hræða aðra  hugsanlega frambjóðendur frá framboðshugleiðingum).

Það verður að gá að því að áætlað var að safna 40 þús undirskriftum. Það náðist ekki. Þar tapaðist fyrsta orrustan.

Með því átti girða fyrir önnur framboð. Það varð ekki veruleikinn. Þar tapaðist önnur orrusta.

Önnur framboð reyndust vel mönnuð og sterk. Þar tapaðist  þriðja orrustan.

Kosningin átti að verða rússnesk. Upphaf nýrra tíma. En þá urðu bara stympingar á hinum pólitíska vígvelli og þung orð látin falla.

Svo þessar kærur til Hæstarétta. Þær voru áfall þó úr rættist.

Þannig allt ber þetta að sama brunni. Tölur segja ekki alla hluti. Heldur hvernig leikritinu vatt fram.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 26.7.2012 kl. 19:37

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er reyndar alveg ömurlegur málflutningur Þorsteinn minn.  Ætlarður að taka þessari niðurstöðu eða ekki?  Það er annað hvort eða.  Eru velferðaróskir þínar þá bara fals og fláræði?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2012 kl. 19:44

6 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Takk fyrir innlitið Ásthildur, Jóhann og Jón.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 26.7.2012 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband