Húnar á Húnaflóa

Mynd, freska eftir Baltasar á HúnavöllumÍ Vatnsdælasögu segir frá því að Ingimundur gamli landnámsmaður á Hofi í Vatnsdal ákvað að fara til Noregs og heyja sér húsavið í bæ sinn.

Þar segir: Þetta haust voru íslög mikil  og er menn gengu ísana þá fundu menn  birnu eina  og með húna tvo. Ingimundur var í þeirri ferð og kvað það Húnavatn heita skyldu ,, en fjörður sá  er flóir af vötnum, hann skal heita Vatnafjörður"

Líta verður svo á að landsvæðið hafi dregið nafn sitt af þessum atburði og heitir Húnavatnssýslur og flóin Húnaflói.

Við landnám er líklegt að ísbirnir hafi verið landdýr með nokkuð fasta búsetu. Eru til ýmsar sögur í aldanna rás af viðureign íbúa við ísbirni. Líklegt er að ísbirnir hafi svo hrakist frá landinu þegar landið byggðist.

Þegar Ingimundur fór til Noregs hafðan hann bjarndýr með sér, væntanlega annan húnin. Gaf hann Haraldi Noregskonungi.

Myndin með færslunni er eftir Baltasar og efnisinnihaldi sótt í frásögn Vatnsdælu af þessum atburðum. Myndin er hluti af myndaröð sem Baltasar málaði, svokölluð freska og er uppsett á Húnavöllum í Húnavatnshrepp. Birt með leyfi höfundar.


mbl.is Líklega ekki ísbjörn heldur Árni Björn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir söguna Þorsteinn. Ég tortryggi sögurnar, og hef einhverja óþolandi þörf fyrir sannanir um þær, hvort sem þær fjalla um landafræði eða trúarbrögð. En þessi saga þín finnst mér standast rökskoðun, þótt sannanirnar skorti. Örnefni hafa mjög líklega orðið til vegna atburða.

Landið/löndin væru lítils virði, ef þau hétu ekki neitt, og hefðu ekki sögu sem kenna okkur hvers vegna nafnið er til komið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.7.2012 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband