Hér segir frá ferð Ingu Valfríði Einarsdóttur ,Snúllu, frá Laugarnesi og Rögnu Ágústdóttur frá Hofi Í Vatnsdal af landsmóti hestamann á Hólum 1966 til Reykjavíkur:
Riðu þær stöllur nú frá Hólu um Skagafjörð um Vatnskarð yfir Blöndubrú hjá Syðri-Löngumýri út Reykjabraut og niður hjá Stóru-Giljá og fram Vatnsdal að Hofi þar sem gist var. Önnur reið á undan en hin á eftir og voru tveir ungir piltar þeim til aðstoðar.
Daginn eftir héldu þær ferð sinni áfram upp Grímstunguheiði og áfram upp Arnarvatnsheiði. Þegar þær voru komnar upp á háheiðina skall á þær svartaþoka svo ekki sá handaskil. Þeim stöllum varð ekki um sel að þurfa að reka svo mörg hross við þessar aðstæður 0g óttuðust mest að hryssurnar kæmust í stóðhesta sem þarna voru í afrétt.
Gekk nú ferðin sæmilega og voru þær fegnar þegar grilla tók í Skammá sem rennur í Stóra-Arnarvatn. Fljótlega riðu þær fram á sæluhúsið í Álftakrókum þar sem þær höfðu næturstaða.
Daginn eftir riðu þær við góðan orstýr niður að Húsafelli en þar beið Sigurður Ólafsson söngvari og hestamaður, maður Snúllu og félagi hans Batti , líklega kallaður rauði. Höfðu þeir komið Kaldadal á bíl. Batti tók sína hesta á bíl en Sigurður reið með ferðalaöngum niður að Miðfossum þar sem gist var um nóttina. Daginn eftir var svo riðið til Reykjavíkur. Ferðin tók rúmlega viku.
Gefum Snúllu orðið; Við Ragna vorum ákaflega stoltar að hafa sigrast á Arnarvatnsheiðinni. Seinna var mér sagt að jafnvel reyndustu fjallamenn, sem þekktu staðhætti eins og fingurna á sér, hefðu villst í jafn svartir þoku og við lentum á heiðinni.
Heimild: Í söngvarans jórey. Æviminningar Sigurðar Ólafssonar, höf. Ragnheiður Davíðsdóttir. Endursagt. Mynd af færsluhöfundi í Húsafelli með reiðhesta sína.
Misjafn kostnaður í hestaferðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 8.7.2012 | 16:35 (breytt 17.2.2015 kl. 19:34) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 107
- Sl. sólarhring: 177
- Sl. viku: 257
- Frá upphafi: 573575
Annað
- Innlit í dag: 102
- Innlit sl. viku: 220
- Gestir í dag: 102
- IP-tölur í dag: 102
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.