Veiðigjöld er leiga fyri afnot af auðlind

,,Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagðist hafa áformað að vera viðstaddur opnun verksmiðjunnar, en hann er þingmaður Norðausturkjördæmis. Hann sagði að veiðigjöld væru skattur og því mjög eðlilegt að fjármálaráðherra væri viðstaddur umræðuna".

Veiðigjöld er leiga fyrir afnot af auðlind. Rétt eins og menn borga fyrir laxveiði, leigu fyrir jarðnæði og önnur afnot af náttúruauðlindum.


mbl.is Vildu fá að vera með Oddnýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Greiðsla fyrir leigu getur aldrei verið gjald.Skattur og gjald geturverið það sama, samanber fasteignaskatta-fasteignagjöld.Auðlindaskattur er viðurkendur sem gjald skattur fyrir að nota auðlind.Að greiða skatt af einhverju þýðir ekki að sá sem greiðir skattinn-gjaldið sé með eitthvað á leigu.Ríkið getur sett á skatt-gjald á hvað sem er þótt ríkið eigi það ekki sem skatturinn heyrir undir.Ríkið getur hinsvegar ekki leigt eitthvað sem það á ekki.Ríkið á ekki veiðirétt við Ísland og hefur aldrei átt. Þess vegna getur það ekki leigt aflahlutdeild sem það á ekki.Og setur á skatt í staðinn sem það kýs að kalla gjald.Og segir að skatturinn tryggi það að kaup sjómanna lækki ekki.Samkvæmt því á ASÍ að biðja um hærri skatt á þau fyrirtæki sem félagsmenn ASÍ vinna hjá , því þá muni kaup verkafólks hækka.Jóhanna og Steingrímur, með aðstoð Indriða Þ.hafa fundið upp peningavél.Ekki furða þótt þau hafi verið beðin að fara til Grikklands. 

Sigurgeir Jónsson, 9.6.2012 kl. 21:34

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Lögum um stjórn fisveiða:

I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 10.6.2012 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband